Mikilvægt að horfast í augu við hrinu ofbeldis

Alþingi | 11. september 2024

Mikilvægt að horfast í augu við hrinu ofbeldis

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld mikilvægt að horfast í augu við þá hrinu ofbeldis sem hefur gengið yfir að undanförnu. 

Mikilvægt að horfast í augu við hrinu ofbeldis

Alþingi | 11. september 2024

Bjarni fór með ræðuna fyrir skömmu.
Bjarni fór með ræðuna fyrir skömmu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld mikilvægt að horfast í augu við þá hrinu ofbeldis sem hefur gengið yfir að undanförnu. 

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld mikilvægt að horfast í augu við þá hrinu ofbeldis sem hefur gengið yfir að undanförnu. 

Hann sagði harmleiki síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað virtist vera léttvægt í samanburði. Mikilvægt væri að búa við öryggi og frið og að fólk geti áhyggjulaust leyft börnunum sínum að fara um og njóta lífsins.

„En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboði eða stjórnvaldsákvörðun. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera,“ sagði Bjarni í stefnuræðunni.

Hann sagði viss grundvallarmál jafnan skipta landsmenn mestu máli.

„Málefni fjölskyldunnar í víðum skilningi þess orðs, standa hjarta okkar næst. Hvernig er að fæðast, lifa, stofna fjölskyldu og eldast á Íslandi? Við eigum öll sameiginlegt að vilja öryggi, vilja frið og viljum skapa okkur og framtíðarkynslóðum betra líf,“ sagði Bjarni og nefndi að þetta hefði gengið vonum framar á lýðveldistímanum.

90 milljarða skattalækkanir

Hann talaði um að kaupmáttur fólks hefði vaxið verulega hérlendis á meðan hann hefði dregist saman í kringum okkur.

„Við höfum bætt opinbera þjónustu, tekist á við skuldavanda heimila, fjárfest í innviðum, eflst almannatryggingar, aukið mikið hvata til nýsköpunar og stórlækkað skatta - skattalækkanir frá 2013 nema hátt í 90 milljörðum króna á ársgrundvelli,“ sagði hann og talaði í framhaldinu um að verðbólga væri markvert að minnka. Tryggja þyrfti að sú þróun héldi áfram og að agaðri hagstjórn yrði beitt.

Fólk á gangi um Laugaveginn.
Fólk á gangi um Laugaveginn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Segir ríkisfjármálin styðja við peningastefnuna

Fjárlagafrumvarp komandi árs var kynnt í gær af Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra. Formenn stjórnarandstöðuflokka hafa síðan gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að gera ekki meira til að stemma stigu við verðbólgu, sem nú mælist 6%. Bjarni ítrekaði í stefnuræðu sinni fyrri ummæli sín um að ríkisfjármálin hjálpi til við að halda aftur af verðbólgu.

„Undanfarið hefur ríkið stutt við Seðlabankann með aðhaldi, líkt og bankinn sjálfur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa bent á. Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna hröðum skrefum,“ greindi forsætisráðherra frá í stefnuræðu sinni.

Hann sagði að ríkisstjórnin væri með 29 milljarða króna aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Hann nefndi að með styrkri efnahagsstjórn væri raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári þótt opinberar áætlanir gerðu ráð fyrir halla.

Landamærin styrkt

Í ræðu sinni minntist Bjarni einnig á að landamærin hefðu verið styrkt og að tímamótabreytingar hefðu verið gerðar á útlendingalögum.

Umsóknir um alþjóðlega vernd væru meira en 50% færri en á sama tíma í fyrra og að fjöldi brottfluttra hefði sexfaldast miðað við árið 2022. Áþreifanlegur árangur hefði náðst.

Bjarni sagði að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 væri boðað áframhaldandi aðhald en einnig styrkari innviðir samfélagsins. Sömuleiðis nefndi hann að ráðamenn hefðu tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Þar þyrfti að horfa til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla, auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða.

mbl.is