Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki að finna neinar stórar aðgerðir sem stuðli að lækkun verðbólgu.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki að finna neinar stórar aðgerðir sem stuðli að lækkun verðbólgu.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki að finna neinar stórar aðgerðir sem stuðli að lækkun verðbólgu.
Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt í gær og þar er gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs verið 41 milljarður króna samanborið við 57 milljarða króna halla á yfirstandandi ári.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við mbl.is í gær að frumvarpið stuðlaði að lækkun verðbólgu með aðhaldi upp á 29 milljarða.
Frumvarpið var kynnt á kynningarfundi í gær sem bar yfirskriftina: Þetta er að koma.
„Þessi slagorð um að þetta fari að koma ber merki um það að ríkisstjórnin vonist til þess að verðbólga og stýrivextir fari lækkandi sem muni bæta hag almennings í landinu. Þarna er ekki að sjá raunveruleg inngrip af hálfu hins opinbera til að ná því fram,“ segir Andrés í samtali við mbl.is.