Gert er ráð fyrir tæplega 41 milljarðs kr. halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, eða 0,8% af vergri landsframleiðslu, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Afkoman batnar milli ára um 16 milljarða frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár. Hún er engu að síður um 15 milljörðum kr. lakari en gert var ráð fyrir í fjármálaáætluninni sem samþykkt var í vor vegna meiri verðbólgu og hærri vaxta en ætlað var.
Gert er ráð fyrir tæplega 41 milljarðs kr. halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, eða 0,8% af vergri landsframleiðslu, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Afkoman batnar milli ára um 16 milljarða frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár. Hún er engu að síður um 15 milljörðum kr. lakari en gert var ráð fyrir í fjármálaáætluninni sem samþykkt var í vor vegna meiri verðbólgu og hærri vaxta en ætlað var.
Gert er ráð fyrir tæplega 41 milljarðs kr. halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, eða 0,8% af vergri landsframleiðslu, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Afkoman batnar milli ára um 16 milljarða frá uppfærðri áætlun fyrir yfirstandandi ár. Hún er engu að síður um 15 milljörðum kr. lakari en gert var ráð fyrir í fjármálaáætluninni sem samþykkt var í vor vegna meiri verðbólgu og hærri vaxta en ætlað var.
Áætlað er að frumjöfnuður ríkisins, þ.e. afkoma hans án vaxtagjalda og vaxtatekna, verði jákvæður á næsta ári um rúma 36 milljarða kr. Er það rúmlega 4 milljarða kr. bati á milli ára.
„Við erum að sýna fram á hóflegan raunvöxt útgjalda ríkissjóðs. Við erum að draga úr ríkisumsvifum enn eina ferðina en um leið erum við að verja velferðina. Útgjöld lækka sem hlutfall af vergri landsframleiðslu en við verjum viðkvæmu hópana,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti frumvarpið í gær.
Lögð er áhersla á að forgangsraða brýnum verkefnum að sögn hans og á bætta afkomu ríkissjóðs með markvissu aðhaldi í opinberum umsvifum en að staðinn verði vörður um heilbrigðis- og velferðarmál til að hlúa að viðkvæmum hópum.
„Þetta er fimmta árið í röð sem ríkissjóður er að minnka umsvif sín í hlutfalli af stærð hagkerfisins,“ sagði fjármálaráðherra. „Við fjármögnum öll forgangsmál að fullu með hagræðingu eða öðrum aðgerðum.“
Tekjuáætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 1.448 milljarðar kr., eða 29,6% af landsframleiðslu á næsta ári. Þær aukast í krónum talið um 75 milljarða frá áætluðum tekjum á yfirstandandi ári.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.