Alvarlegir ágallar samgöngusáttmálans

Borgarlínan | 12. september 2024

Alvarlegir ágallar samgöngusáttmálans

Gríðarleg áhætta fylgir markmiðum og verkefnum samgöngusáttmálans eins og hann liggur fyrir í núverandi mynd. 

Alvarlegir ágallar samgöngusáttmálans

Borgarlínan | 12. september 2024

Samgöngusáttmálinn kynntur.
Samgöngusáttmálinn kynntur. mbl.is/Eyþór

Gríðarleg áhætta fylgir markmiðum og verkefnum samgöngusáttmálans eins og hann liggur fyrir í núverandi mynd. 

Gríðarleg áhætta fylgir markmiðum og verkefnum samgöngusáttmálans eins og hann liggur fyrir í núverandi mynd. 

Þetta skrifar Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

„Það er hryggilegt að mörg ár hafi liðið án þess að unnið hafi verið að raunverulegum samgöngubótum og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa sífellt orðið torveldari,“ segir Svana Helen í greininni.

Svana segir að það sé freistandi að ganga í þann hóp sem fagni væntum samgöngubótum og samþykki umsvifalaust fallega framfarasýn en um leið sé það ábyrgðarleysi að benda ekki á og vara við alvarlegum ágöllum samgöngusáttmálans.

Svana Helen Björnsdóttir.
Svana Helen Björnsdóttir.

Segir Svana að látið sé að því liggja að ef sveitarfélögin samþykki ekki sáttmálann geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Undir liggi hótun um að viðkomandi sveitarfélag verði gert brottrækt úr samstarfi við Strætó bs. og e.t.v. fleiri samstarfsverkefnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.

Svana nefnir í fimm liðum ágalla samgöngusáttmálans.

„Rannsóknir sem gerðar hafa verið á opinberum framkvæmdum hér á landi á síðari árum sýna fram á að við Íslendingar erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar að kemur að verkefnastjórnsýslu. Þannig hafa nær allar opinberar stórframkvæmdir hér á landi farið umtalsvert fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum,“ segir Svana í greininni en þar segir hún að nægi að nefna Hörpu, nýjan Landspítala og Vaðlaheiðargöng.

Óvissa og áhætta viðurkennd

Hún segir að í gögnum samgöngusáttmálans sé ekki að finna áhættugreiningu af neinu tagi um verkefni sáttmálans, verkefnaáætlun hans, verkefnastjórnsýslu eða framkvæmd einstakra verkefna. Óvissa og áhætta séu viðurkennd en þó skortir greiningu á því í hverju óvissa felist og hverjir helstu áhættuþættir séu.

Í greininni segir Svana að í lýsingu Vegagerðarinnar á verkefnum samgöngusáttmálans frá júní 2023 komi fram sundurliðun verkefna og áætlaður heildarkostnaður við hvert verkefni. Þar komi fram að samanlagður kostnaður verði samtals rúmir 274 ma.kr., miðað við að ráðist verði í Miklubrautargöng.

„Við samanburð á upplýsingum Vegagerðarinnar frá 2023 og gögnum samgöngusáttmálans kemur í ljós að forsendur, verk- og tímaáætlanir sáttmálans byggja á veikum grunni,“ segir Svana.

Svana bendir á fjármögnun verkefna samgöngusáttmálans sé forsenda þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti með góðri samvisku axlað fjárhagslega ábyrgð á sáttmálanum. 

„Sveitarfélögin eru öll illa stödd fjárhagslega eftir að hafa tekið við fjölda verkefna frá ríkinu á síðustu áratugum án þess að tilsvarandi fjármagn hafi fylgt,“ segir í grein hennar.

Rekstur sveitarfélaganna þegar í járnum

Hún segir að rekstur sveitarfélaganna, sem eigi að bera þessa fjárhagslegu skuldbindingu, sé þegar í járnum og munu þau varla ráða við þann aukakostnað sem hlýst af samgöngusáttmálanum, hvorki á framkvæmdatíma né síðar þegar rekstur kerfisins taki við.

„Í uppfærðum samgöngusáttmála er gert ráð fyrir að Betri samgöngur ohf. fari fyrir verkefnum sáttmálans og fái heimildir til lántöku. Annars vegar verða það lán sem sveitarfélögin ábyrgjast til framkvæmda og hins vegar lán með ríkisábyrgð til að fjármagna nauðsynleg húsnæðis- og lóðakaup og niðurrif vegna framkvæmda við stofnvegi,“ segir Svana.

Hún bendir á að þar sem fjárhagur sveitarfélaganna allra sé bágur sé nokkuð ljóst að framkvæmdir verði að mestu fjármagnaðar með lántöku.

„Það er freistandi að ganga í þann hóp sem fagnar væntum samgöngubótum og samþykkir umsvifalaust fallega framfarasýn en um leið er það ábyrgðarleysi að benda ekki á og vara við alvarlegum ágöllum samgöngusáttmálans,“ skrifar Svana Helen.

Lesa má grein Helenar hér.

mbl.is