Kjúklingur með salatosti og döðlum úr smiðju Evu Laufeyjar

Uppskriftir | 12. september 2024

Kjúklingur með salatosti og döðlum úr smiðju Evu Laufeyjar

Þessi kjúklingaréttur er bæði bragðgóður og einfaldur. Döðlurnar og salatosturinn passa ákaflega vel saman og svo tekur skamma stund og útbúa réttinn. Uppskriftin kemur úr smiðju Evu Laufeyjar Kjaran markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og sælkera með meiru en uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Kjúklingur með salatosti og döðlum úr smiðju Evu Laufeyjar

Uppskriftir | 12. september 2024

Girnilegur kjúklingaréttur með döðlum og salatosti.
Girnilegur kjúklingaréttur með döðlum og salatosti. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran

Þessi kjúklingaréttur er bæði bragðgóður og einfaldur. Döðlurnar og salatosturinn passa ákaflega vel saman og svo tekur skamma stund og útbúa réttinn. Uppskriftin kemur úr smiðju Evu Laufeyjar Kjaran markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og sælkera með meiru en uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Þessi kjúklingaréttur er bæði bragðgóður og einfaldur. Döðlurnar og salatosturinn passa ákaflega vel saman og svo tekur skamma stund og útbúa réttinn. Uppskriftin kemur úr smiðju Evu Laufeyjar Kjaran markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og sælkera með meiru en uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Kjúklingur með salatosti og döðlum

Fyrir 4

  • 5 kjúklingabringur
  • 1 stk. stór krukka rautt pestó
  • 1 skt. krukka Dala salatostur/ fetaostur
  • 12 stk. döðlur, smátt skornar, steinlausar
  • salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót. Gott er að setja smá ólífuolíu 
  3. Setjið pestó, smátt skornar döðlur og salataost á hverja bringu.
  4. Kryddið bringurnar með salti og nýmöluðum pipar,
  5. Dreifið blöndunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur.
  6. Berið réttinn fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og fersku salati að eigin vali.
mbl.is