Frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi verður ekki lagt fram á þessum þingvetri. Á síðasta þingi sagði forsætisráðherra að það yrðu vonbrigði ef hún legði ekki frumvarpið fram.
Frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi verður ekki lagt fram á þessum þingvetri. Á síðasta þingi sagði forsætisráðherra að það yrðu vonbrigði ef hún legði ekki frumvarpið fram.
Frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi verður ekki lagt fram á þessum þingvetri. Á síðasta þingi sagði forsætisráðherra að það yrðu vonbrigði ef hún legði ekki frumvarpið fram.
Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir þingveturinn, sem er einnig síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, er hvergi að sjá frumvarp Bjarkeyjar um lagareldi.
Á lokametrum síðasta þings varð ljóst að samstaða var ekki innan ríkisstjórnarinnar um málið og því tókst ekki að klára málið á þeim þingvetri.
Í kjölfar þess að það varð ljóst í júní sagði Bjarkey í samtali við mbl.is að henni þætti ólíklegt að hún myndi leggja frumvarpið fram á haustþinginu.
Leitað var til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra með viðbrögð við oðrum hennar og þá sagði hann:
„Það væru vonbrigði ef málið kæmi ekki aftur fram. Ég ætla ekkert að segja annað.“