Launafólk þarf að vera grimmara

Fjárlög 2025 | 12. september 2024

Launafólk þarf að vera grimmara

„Það gengur aldrei til lengdar að ríkissjóður sé rekinn hér með halla ár eftir ár,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins.

Launafólk þarf að vera grimmara

Fjárlög 2025 | 12. september 2024

Vilhjálmur telur að launafólk þurfi að sýna stjórnvöldum aðhald og …
Vilhjálmur telur að launafólk þurfi að sýna stjórnvöldum aðhald og þurfi að vera betur upplýst um hvernig ríkið fari með með skattfé þess. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gengur aldrei til lengdar að ríkissjóður sé rekinn hér með halla ár eftir ár,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins.

„Það gengur aldrei til lengdar að ríkissjóður sé rekinn hér með halla ár eftir ár,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins.

Miðað við nýtt fjárlagafrumvarp sem kynnt var á þriðjudag má gera ráð fyrir að halli ríkissjóðs nemi um 41 milljarði króna á næsta ári, samanborið við 57 milljarða halla á yfirstandandi ári.

„Hann er rekinn núna með 41 milljarðs halla og þar af leiðandi finnst mér eðlilegt að stjórnvöld reyni að gæta aðhalds og reyni að koma í veg fyrir það hvernig báknið hefur blásið út,“ segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Hann telur að launafólk þurfi að sýna stjórnvöldum aðhald og þurfi að vera betur upplýst um hvernig ríkið fari með með skattfé þess.

„Það er svo mikilvægt fyrir almenning að átta sig á því að horfa bara á launaseðilinn sinn og sjá alla fjármunina sem launafólk er að greiða í tekjuskatt og til sveitarfélaganna. Það er mitt mat að launafólk á að vera miklu grimmara í því að veita bæði ríki og sveitarfélagi aðhald um hvað er gert við skattfé almennings,“ segir hann.

Nánar er rætt við Vilhjálm í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is