Það ríkti sannkölluð Hollywood-stemning í Smárabíói á miðvikudag þegar íslenska spennuþáttaröðin Dimma var forsýnd. Þættirnir, sem eru byggðir á samnefndri skáldsögu Ragnars Jónassonar, verða sýndir í Sjónvarpi Símans Premium og fer fyrsti þáttur í loftið í dag, fimmtudag, en þeir eru sex talsins.
Það ríkti sannkölluð Hollywood-stemning í Smárabíói á miðvikudag þegar íslenska spennuþáttaröðin Dimma var forsýnd. Þættirnir, sem eru byggðir á samnefndri skáldsögu Ragnars Jónassonar, verða sýndir í Sjónvarpi Símans Premium og fer fyrsti þáttur í loftið í dag, fimmtudag, en þeir eru sex talsins.
Það ríkti sannkölluð Hollywood-stemning í Smárabíói á miðvikudag þegar íslenska spennuþáttaröðin Dimma var forsýnd. Þættirnir, sem eru byggðir á samnefndri skáldsögu Ragnars Jónassonar, verða sýndir í Sjónvarpi Símans Premium og fer fyrsti þáttur í loftið í dag, fimmtudag, en þeir eru sex talsins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Eliza Reid, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson voru meðal fjölmargra sýningargesta sem fylgdust spenntir með úr sætum sínum.
Dimma gerist á Íslandi og er það sænska leikkonan Lena Olin sem fer með hlutverk lögreglukonunnar Huldu Hermannsdóttir sem er fengin til að rannsaka óhugnanlegt morðmál.
Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í þáttaröðinni og má þar helst nefna Jack Bannon, Douglas Henshall, Þorstein Bachmann, Þorvald Davíð Kristjánsson, Ólaf Darra Ólafsson og Björn Hlyn Haraldsson.