Rússar gerðu árás á ökutæki Rauða krossins

Úkraína | 12. september 2024

Rússar gerðu árás á ökutæki Rauða krossins

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að árás Rússa á farartæki Alþjóða Rauða krossins í austurhluta landsins í dag hafi orðið þremur að bana.

Rússar gerðu árás á ökutæki Rauða krossins

Úkraína | 12. september 2024

Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að árás Rússa á farartæki Alþjóða Rauða krossins í austurhluta landsins í dag hafi orðið þremur að bana.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að árás Rússa á farartæki Alþjóða Rauða krossins í austurhluta landsins í dag hafi orðið þremur að bana.

Árásin átti sér stað í þorpinu Virolyubivka, í tugi kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Donetsk.

„Stórskotaliðsárásir drápu þrjá úkraínska ríkisborgara sem unnu fyrir Alþjóða Rauða krossinn og særðu tvo til viðbótar,“ segir Dmitro Lubinets, mannréttindafulltrúi úkraínska þingsins.

Ekki hafa komið nein viðbrögð frá Rússum sem segja reglulega að þeir geri aðeins árásir á hernaðarleg skotmörk.

mbl.is