Tilkynnt um hníf í slagsmálum þriggja ungmenna

Ofbeldishegðun ungmenna | 12. september 2024

Tilkynnt um hníf í slagsmálum þriggja ungmenna

Lögregla rannsakar mál sem kom upp í dag, þar sem tilkynnt var um þrjú ungmenni í slagsmálum í póstnúmeri 104.

Tilkynnt um hníf í slagsmálum þriggja ungmenna

Ofbeldishegðun ungmenna | 12. september 2024

Var viðkomandi sagður hafa dregið upp hníf og við það …
Var viðkomandi sagður hafa dregið upp hníf og við það hafi hin ungmennin hlaupið af vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla rannsakar mál sem kom upp í dag, þar sem tilkynnt var um þrjú ungmenni í slagsmálum í póstnúmeri 104.

Lögregla rannsakar mál sem kom upp í dag, þar sem tilkynnt var um þrjú ungmenni í slagsmálum í póstnúmeri 104.

Kom fram í tilkynningunni að eitt þeirra væri með hníf.

Hnífnum kastað

Var viðkomandi sagður hafa dregið upp hníf og við það hafi hin ungmennin hlaupið af vettvangi.

Mun hnífnum þá hafa verið kastað í átt að þeim, án árangurs.

Fram kemur í dagbók lögreglu að málið sé til rannsóknar með aðkomu barnaverndar Reykjavíkur og forráðarmanna ungmennanna.

Að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns tengist málið ekki hefndaraðgerðum vegna annarra árása. Að undanförnu hafa komið upp nokkur mál þar sem ungmenni beita hnífum.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is