Harry prins fagnar fertugsafmæli á sunnudaginn. Hann segist hafa verið kvíðinn yfir því að verða þrítugur en er hins vegar mjög spenntur fyrir að verða fertugur.
Harry prins fagnar fertugsafmæli á sunnudaginn. Hann segist hafa verið kvíðinn yfir því að verða þrítugur en er hins vegar mjög spenntur fyrir að verða fertugur.
Harry prins fagnar fertugsafmæli á sunnudaginn. Hann segist hafa verið kvíðinn yfir því að verða þrítugur en er hins vegar mjög spenntur fyrir að verða fertugur.
„Sama á hvaða aldri ég er þá er markmiðið mitt í lífinu að halda áfram að láta gott af mér leiða,“ segir í tilkynningu frá Harry til BBC.
Prinsinn ætlar að verja afmælisdeginum með fjölskyldunni á heimili sínu í Kaliforníu. Í framhaldi af því fer hann í ferðalag með nokkrum nánum vinum.
Prinsinn minntist einnig á börnin sín en hann á Archie og Lilibet sem eru fimm og þriggja ára.
„Það að vera faðir tveggja yndislegra barna sem eru bæði góðhjörtuð og fyndin hefur gefið mér nýja sýn á lífið. Þá er ég líka einbeittari í starfi mínu.“
„Að vera faðir er eitt það ánægjulegasta í lífinu og hefur bara gert mig metnaðarfyllri og staðráðnari í að gera heiminn að betri stað.“
Síðasti áratugurinn hefur verið erilsamur hjá Harry prins. Hann setti á fót Invictus leikana árið sem hann varð þrítugur sem var hans leið til þess að takast á við áföll sem hann upplifði þegar hann gegndi herþjónustu.
Rétt áður en hann varð þrítugur hætti hann með Cressidu Bonas.
Nú er Harry kvæntur Meghan Markle, búinn að segja sig frá konunglegum störfum og stendur í stappi við breska fjölmiðla.