Náttúruverndarsamtök kæra virkjunarleyfið

Orkuskipti | 13. september 2024

Náttúruverndarsamtök kæra virkjunarleyfið

Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið hafa kært virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Búrfellslundar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þetta kemur fram í tilkynningu samtakanna.

Náttúruverndarsamtök kæra virkjunarleyfið

Orkuskipti | 13. september 2024

Segja samtökin vindorkuverið skerða gildi ferðalaga almennings um hálendið.
Segja samtökin vindorkuverið skerða gildi ferðalaga almennings um hálendið. mbl.is/Sigurður Bogi

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Nátt­úrugrið hafa kært virkj­un­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar vegna Búr­fells­lund­ar til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Nátt­úrugrið hafa kært virkj­un­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar vegna Búr­fells­lund­ar til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni telja sam­tök­in að virkj­un­ar­kost­ur­inn hefði aldrei átt að rata í virkj­ana­flokk sök­um gild­is svæðis­ins fyr­ir úti­vist ferðamanna sem heim­sækja há­lendið. Segja þau svæðið í flokki verðmæt­ustu óbyggða Evr­ópu.

Segja þau vindorku­verið skerða gildi ferðalaga al­menn­ings um há­lendið og hafa áhrif á upp­lif­un ferðamanna langt út fyr­ir virkj­ana­svæðið sjálft, eða yfir alla Sprengisands­leið, Fjalla­bak og önn­ur há­lend­is­svæði.

Segja rök­stuðning­inn vafa­sam­an

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­inn í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd hafi árið 2022 gengið þvert á vís­inda­leg rök verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar „með væg­ast sagt vafa­söm­um rök­stuðningi“ þegar Búr­fells­lund­ur var færður úr biðflokki yfir í virkj­un­ar­flokk.

Fjöl­marg­ir efn­is- og formann­mark­ar eru á ákvörðun Orku­stofn­un­ar um að veita virkj­un­ar­leyfið. Ekki var litið til meg­in­reglna nátt­úru­vernd­ar­laga, laga um stjórn vatna­mála, sér­stakr­ar vernd­ar eld­hrauna og lands­skipu­lags­stefnu, svo nokkuð sé nefnt. Marg­vís­leg laga­ákvæði tengd um­hverf­is­mati fram­kvæmd­ar­inn­ar voru brot­in, eng­inn val­kost­ur við staðsetn­ingu virkj­un­ar­inn­ar hef­ur verið met­inn þrátt fyr­ir ít­rekuð til­mæli Skipu­lags­stofn­un­ar, ekki var lagt mat á stöðu óbyggðra víðerna eða áhrifa fram­kvæmd­ar­inn­ar á þau. Þá var ekki litið til ósjálf­bærni og niðurrifs spaða vindorku­vers­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is