Bæjarráð Akureyrar telur ekki forsendu til að taka afstöðu til erindis Kleifa fiskeldis ehf. um laxeldisáform fyrirtækisins í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og Eyjafirði eins og sakir standa.
Bæjarráð Akureyrar telur ekki forsendu til að taka afstöðu til erindis Kleifa fiskeldis ehf. um laxeldisáform fyrirtækisins í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og Eyjafirði eins og sakir standa.
Bæjarráð Akureyrar telur ekki forsendu til að taka afstöðu til erindis Kleifa fiskeldis ehf. um laxeldisáform fyrirtækisins í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og Eyjafirði eins og sakir standa.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir að málið sé á frumstigi og erindi Kleifa hafi einungis verið lagt fram til kynningar.
„Það er ekki tímabært að taka afstöðu til erindisins á þessum tímapunkti. Málið var ekki til afgreiðslu í bæjarráði heldur aðeins kynning um áform fyrirtækis sem við munum að sjálfsögðu fylgjast með.“
Hún segir málið þurfa að skoða út frá lögum því sveitarfélögum sé ekki heimilt að eiga hlut í fyrirtækjum í áhætturekstri nema fyrir því séu ríkir hagsmunir.
Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.