Eyðilagður yfir að fá ekki að spila á Ofurskálinni

Poppkúltúr | 14. september 2024

Eyðilagður yfir að fá ekki að spila á Ofurskálinni

Bandaríski rapparinn Lil Wayne segist vera yfir því að hafa ekki verið valinn til að troða upp á hálfleikstónleikum Ofurskálarinnar í febrúar í New Orleans. 

Eyðilagður yfir að fá ekki að spila á Ofurskálinni

Poppkúltúr | 14. september 2024

Bandaríski rapparinn Lil Wayne.
Bandaríski rapparinn Lil Wayne. rapbasement.com

Bandaríski rapparinn Lil Wayne segist vera yfir því að hafa ekki verið valinn til að troða upp á hálfleikstónleikum Ofurskálarinnar í febrúar í New Orleans. 

Bandaríski rapparinn Lil Wayne segist vera yfir því að hafa ekki verið valinn til að troða upp á hálfleikstónleikum Ofurskálarinnar í febrúar í New Orleans. 

Í færslu sem Wayne birti á Instagram í morgun segir hann: „Þetta braut mig, ég er bara að reyna tjasla mér aftur saman.“

Wayne hefur margoft tjáð sig opinberlega um að hann langi til að spila á tónleikunum einn daginn. Hann er frá New Orleans.  

Það þykir mikill heiður að koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar en það er rapparinn Kendrick Lamar sem mun gera það í ár. Hann hefur upp á síðkastið staðið í rappbatli við rapparann Drake. 

View this post on Instagram

A post shared by Lil Wayne (@liltunechi)

mbl.is