Síðustu helgi opnuðu Lucas Keller á The Coocoo's Nest og Leifur Kolbeinsson á La Primavera dyrnar í glænýja bröns á Hnoss Bistro sem staðsettur er á jarðhæð Hörpu. Þeir hafa sameinað krafta sína í matargerðinni með glæsilegri útkomu en brönsins þeirra er undir áhrifum veitingastaðana þeirra beggja og svo sannarlega í þeirra anda.
Síðustu helgi opnuðu Lucas Keller á The Coocoo's Nest og Leifur Kolbeinsson á La Primavera dyrnar í glænýja bröns á Hnoss Bistro sem staðsettur er á jarðhæð Hörpu. Þeir hafa sameinað krafta sína í matargerðinni með glæsilegri útkomu en brönsins þeirra er undir áhrifum veitingastaðana þeirra beggja og svo sannarlega í þeirra anda.
Síðustu helgi opnuðu Lucas Keller á The Coocoo's Nest og Leifur Kolbeinsson á La Primavera dyrnar í glænýja bröns á Hnoss Bistro sem staðsettur er á jarðhæð Hörpu. Þeir hafa sameinað krafta sína í matargerðinni með glæsilegri útkomu en brönsins þeirra er undir áhrifum veitingastaðana þeirra beggja og svo sannarlega í þeirra anda.
Margir sælkera landsins komu að njóta kræsinganna sem slógu í gegn. Það mátti meðal annars sjá einn frægasta brönsréttinn sem í boði var á The Coocoo's Nest, „Egg Floretina með gráðostasósu“ ásamt „Shakshuka“ og dýrðlegri eggjaböku með kartöflum. Þetta er aðeins brot af því sem í boði er á brönshlaðborðinu.
Boðið var upp á kampavínsmímósu sem rann ljúft ofan í matargesti og ilmur angaði um alla Hörpu.
Einnig gátu matargesti litið í nýjustu matreiðslubók hjónanna Írisar Ann Sigurðardóttur og Lucasar sem ber heitið The Coocoo´s Nest sem var að koma út á dögunum en þar er að finna allar vinsælustu uppskriftir Lucasar.
Sælkerar þessa lands hafa ríka ástæðu til að fagna þessu framtaki þar sem að tveir af ástsælustu kokkum landsins bjóða upp á það besta úr sinni smiðju þegar kemur að brönsréttum.
Ljósmyndari Morgunblaðsins leit við og fangaði stemninguna á Hnoss Bistro að þessu tilefni.