Árni Oddur Þórðarson, viðskiptamaður og fyrrverandi forstjóri Marel, og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir gengu í hjónband í Dómkirkjunni í kvöld. Það var séra Sveinn Valgarðsson prestur sem gaf parið saman. Bubbi Morthens söng á sinn töfrandi hátt í athöfninni og heillaði viðstadda.
Árni Oddur Þórðarson, viðskiptamaður og fyrrverandi forstjóri Marel, og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir gengu í hjónband í Dómkirkjunni í kvöld. Það var séra Sveinn Valgarðsson prestur sem gaf parið saman. Bubbi Morthens söng á sinn töfrandi hátt í athöfninni og heillaði viðstadda.
Árni Oddur Þórðarson, viðskiptamaður og fyrrverandi forstjóri Marel, og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir gengu í hjónband í Dómkirkjunni í kvöld. Það var séra Sveinn Valgarðsson prestur sem gaf parið saman. Bubbi Morthens söng á sinn töfrandi hátt í athöfninni og heillaði viðstadda.
Það má eiginlega að segja að um leynibrúðkaup hafi verið að ræða því veislugestir höfðu ekki hugmynd um hvað til stæði. Kristrún, sem fagnar 50 ára afmæli í dag, bauð til veislu af því tilefni á heimili Árna Odds við Sólvallagötu í Reykjavík. Rétt eftir að gestir mættu var farið í ratleik sem endaði í Dómkirkjunni.
Séra Sveinn Valgeirsson gaf brúðhjónin saman en hann er einn af virtustu prestum landsins. Eftir giftinguna sjálfa var haldið í Marshall-húsið þar sem veislan stendur yfir.
Árni Oddur og Kristrún byrjuðu saman, eins og sagt er, haustið 2022 og hefur ástin vaxið og dafnað síðan þá. Eðlilegt framhald af ást sem stækkar og vex er að sjálfsögðu að ganga í hjónaband og það gerðu þau Árni Oddur og Kristrún í dag eftir nokkurra mánaða trúlofun.
Smartland óskar Árna Oddi og Kristrúnu til hamingju með hjónabandið!