34 kvenkyns fangar fóru í hungurverkfall í írönsku fangelsi í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan mótmæli brutust út gegn klerkaveldinu í landinu.
34 kvenkyns fangar fóru í hungurverkfall í írönsku fangelsi í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan mótmæli brutust út gegn klerkaveldinu í landinu.
34 kvenkyns fangar fóru í hungurverkfall í írönsku fangelsi í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan mótmæli brutust út gegn klerkaveldinu í landinu.
Stofnun Nóbelsverðlaunahafans Narges Mohammadi greindi frá þessu.
„Í dag, 15. september 2024, hófu 34 kvenkyns fangar í Evin-fangelsi hungurverkfall í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan hreyfingin „Kona, líf, frelsi“ var sett á laggirnar og Mahsa (Jina) Amini var drepin,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar.
Amini var 22 ára írönsk-kúdrísk kona sem lést í varðhaldi lögreglunnar eftir að hafa verið handtekin fyrir meint brot á ströngum reglum um klæðaburð fyrir konur. Dauði hennar leiddi af sér áköf mótmæli í landinu.
Mohammadi, sem hefur barist gegn því að skylda sé að klæðast höfuðslæðum og gegn dauðarefsingu í Íran, hefur setið í Evin-fangelsinu í höfuðborginni Tehran síðan í nóvember 2021.