Draumavikumatseðillinn hennar Amelíu

Uppskriftir | 16. september 2024

Draumavikumatseðillinn hennar Amelíu

Amelía Ósk Hjálmarsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Hún setti saman seðil sem er draumavikumatseðillinn hennar og eiginmanns hennar og þá er kjúklingur í flest mál.

Draumavikumatseðillinn hennar Amelíu

Uppskriftir | 16. september 2024

Amelía Ósk Hjálmarsdóttir sviptir hulunni af draumavikumatseðlinum sínum.
Amelía Ósk Hjálmarsdóttir sviptir hulunni af draumavikumatseðlinum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Amelía Ósk Hjálmarsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Hún setti saman seðil sem er draumavikumatseðillinn hennar og eiginmanns hennar og þá er kjúklingur í flest mál.

Amelía Ósk Hjálmarsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Hún setti saman seðil sem er draumavikumatseðillinn hennar og eiginmanns hennar og þá er kjúklingur í flest mál.

Amelía er 26 ára og er frá Blönduósi en býr í Hveragerði ásamt manninum sínum. „Ég byrjaði hjá First Water í febrúar árið 2023 sem gæðastjóri en var fengin til að taka við stöðu stöðvarstjóra í janúar síðastliðinn sem er virkilega frábært tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.“

Hafði aldrei gaman af því að elda

Matargerðin var ekki ofarlega í huga hjá Amelíu á yngir árum en það hefur breyst eftir að hún byrjaði að búa og halda eigið heimili.

„Ég hafði aldrei gaman af því að elda þegar ég var yngri en áhuginn hefur smátt og smátt komið eftir að ég náði að gera nokkra góða rétti í eldhúsinu hér heima. Við leggjum mikla áherslu að borða nóg af próteini svo það er alltaf eitthvað kjöt eða fiskur í kvöldmatinn hjá okkur. Ég reyni að eyða ekki miklum tíma í eldhúsinu og hef matinn oftast mjög einfaldan. Á döfinni þessa dagana er útskrift úr fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum. Ég er einnig búin að læra sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði frá HA,“ segir Amelía með bros á vör.

Amelía er mikil íþróttakona og stundar reglubundnar æfingar. „Ég æfi crossfit og hugsa því vel um næringu. Síðan hef ég líka gaman að því að eiga rólegar stundir og hef gaman af því að prjóna og verja tíma með fjölskyldu og vinum.“

Fátt betra en góð steik

Þegar kemur að mat þá eru steikurnar í miklu uppáhaldi þegar Amelía vill gera vel við sig og sína. „Okkur hjónunum finnst fátt betra en góð steik svo það er alltaf lamba-eða nautasteik einu sinni í viku, helst án alls meðlætis,“ segir Amelía og hlær.

Amelía setti saman draumavikumatseðilinn sinn fyrir lesendur og þar er kjúklingur í forgrunni. „Við borðum rosalega mikið af kjúkling enda sérðu að hann er í meirihluta í seðlinum.“

Mánudagur – Ofnbakaður lax

„Við höfum oftast fisk á mánudögum, þorsk, lax eða silung. Okkur finnst einfalt alltaf best. Lífsbætandi lax á 30 mínútum, en matur undir 30 mínútur er akkúrat mitt viðmið.“

Þriðjudagur – Mexíkósk kjúklingasúpa

„Mexíkósk kjúklingasúpa sem sprengir alla skala, þessi er algjörlega uppáhalds. Hún er alltaf jafn góð! Mér finnst best að gera hana um leið og ég klára vinnuna og leyfa henni að malla fram að kvöldmat.“

Miðvikudagur – Quesadilla með kjúkling

„Geggjuð quesadilla sem tekur enga stund að gera og það elska ég. Einfalt, fljótlegt og sjúklega gott.“

Fimmtudagur – Þorskhnakkar í hvítlauksrjómaostasósu

„Bestu þorskhnakkarnir í hvítlauksrjómaostasósu, svo gott að njóta þeirra.“

Föstudagur – Nautasteik og meðlæti

Fátt betra en að byrja helgina á alvöru nautasteik. Þessi upppskrift steinliggur.“

Laugardagur – Mangó-chutney kjúklingaréttur

„Ég verð eiginlega að fá að setja hann inn, hann er ekki inn á Matarvefnum. Þetta er uppskrift frá tengdamömmu og þetta er besti og einfaldasti kjúklingaréttur í heimi.“

Mangó - chutney kjúklingaréttur

  • 4 stk. kjúklingabringur (u.þ.b. 1 kg), skornar í strimla
  • 500 ml rjómi
  • 1 krukka mangó - chutney frá Geeta‘s 320 ml (mjög mikilvægt að nota rétt chutney)
  • Karrí eftir smekk
  • Sítrónupipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að  skera niður kjúklingabringurnar í strimla, eða hæfilega stóra bita og steikið síðan upp úr olíu á pönnu og kryddið til með sítrónupipar og karrí.
  2. Þegar kjúklingabringurnar eru klárar hellið þá öllum rjómanum út á og setjið alla krukkuna af mangó – chutney út í.
  3. Leyfið þessu að malla á pönnunni í 10 mínútur og smakkið til.
  4. Bætið við karríkryddi ef ykkur finnst það þurfa.
  5. Berið réttinn svo fram með hrísgrjónum og naan-brauði.
  6. Best að leyfa réttinum að standa í heitri pönnu í 30 mínútur áður en þið berið hann fram til að fá meira bragð.

Sunnudagur - Húsó-japansk kjúklingasalat

„Dásamlegt salat sem ég held mikið upp á, mæli eindregið með því að lesendur prófi.“

mbl.is