Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana,“ segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að maðurinn hafi sjálfur hringt í neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu.
„Hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.
Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi.“
Loks segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðina.
Maðurinn sem um ræðir er 45 ára en hann hefur áður komist í kast við lögin.
Fyrir nær tveimur áratugum var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni harðra fíkniefna.
Rúmum áratugi síðar var maðurinn aftur dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þá fyrir að hafa haft í vörslu sinni nokkuð magn af kannabisplöntum og maríjúana.