Jodie Foster: „Takk fyrir“

Poppkúltúr | 16. september 2024

Jodie Foster: „Takk fyrir“

Bandaríska leikkonan Jodie Foster var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í smáþáttaröðinni True Detective: Night Country á Emmy-verðlaunahátíðinni í nótt. 

Jodie Foster: „Takk fyrir“

Poppkúltúr | 16. september 2024

Jodie Foster hreppti verðlaun fyrir leik sinn í þáttaröðinni True …
Jodie Foster hreppti verðlaun fyrir leik sinn í þáttaröðinni True Detective: Night Country. AFP

Bandaríska leikkonan Jodie Foster var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í smáþáttaröðinni True Detective: Night Country á Emmy-verðlaunahátíðinni í nótt. 

Bandaríska leikkonan Jodie Foster var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í smáþáttaröðinni True Detective: Night Country á Emmy-verðlaunahátíðinni í nótt. 

Þáttaröðin, sem sló áhorfsmet hjá HBO, var að stórum hluta tekin upp á Íslandi, bæði í Keflavík og á Dalvík, og komu margir Íslendingar að framleiðslu þeirra.

Leikkonan var tilnefnd ásamt þeim Brie Larson, Juno Temple, Sofíu Vergara og Naomi Watts.

Foster brá þegar nafn hennar var kallað og tók það leikkonuna smá tíma að átta sig á sigrinum. Leikkonurnar Lily Gladstone og Greta Lee færðu Foster verðlaunin.

Foster notaði tækifærið í þakkarræðunni og þakkaði íslenska starfsliðinu með orðunum: „Takk fyrir.“

Foster og aðrir leikarar þáttaraðarinnar hafa farið fögrum orðum um Ísland og dvöl sína hér á landi síðustu mánuði. Öll eru þau sam­mála um að Ísland sé ein­stak­ur staður með ynd­is­legu fólki, fjöl­skrúðugu menn­ing­ar­lífi og ómældri nátt­úru­feg­urð.

Leikkonan sagði einnig að hún gæti vel hugsað sér að flytja til Íslands ef það væri ekki fyr­ir kuld­ann.

mbl.is