Myndskeið: Hávær mótmæli óma um Leifsstöð

Brottvísun Yazans Tamimi | 16. september 2024

Myndskeið: Hávær mótmæli óma um Leifsstöð

Hávær mótmæli óma nú um Leifsstöð vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínska drengsins Yazans Tamimi, sem vakinn var á barnaspítalanum fyrir miðnætti og fluttur á brott.

Myndskeið: Hávær mótmæli óma um Leifsstöð

Brottvísun Yazans Tamimi | 16. september 2024

Skjáskot úr myndskeiði af mótmælunum í Leifsstöð, sem blaðamaður mbl.is …
Skjáskot úr myndskeiði af mótmælunum í Leifsstöð, sem blaðamaður mbl.is tók á vettvangi. mbl.is/Iðunn

Hávær mótmæli óma nú um Leifsstöð vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínska drengsins Yazans Tamimi, sem vakinn var á barnaspítalanum fyrir miðnætti og fluttur á brott.

Hávær mótmæli óma nú um Leifsstöð vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínska drengsins Yazans Tamimi, sem vakinn var á barnaspítalanum fyrir miðnætti og fluttur á brott.

„Yazan á heima hér!“ heyrast mótmælendur hrópa auk þess sem barið er á trommur í brottfararsal flugstöðvarinnar.

Blaðamaður mbl.is er á vettvangi og hefur rætt við mótmælendur, sem ofbýður framferði íslenskra stjórnvalda.

Forkastanleg vinnubrögð

Lögmaður Yazans, Albert Björn Lúðvígsson, segir lögreglu ekki hafa veitt sér upplýsingar um brottvísun skjólstæðings síns.

Í samtali við mbl.is segir hann vinnubrögðin forkastanleg.

mbl.is