12 manndráp á tveimur árum

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 17. september 2024

12 manndráp á tveimur árum

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í fyrrakvöld mann sem tilkynnti sjálfur að hann hefði banað dóttur sinni á grunnskólaaldri. Var maðurinn þá staddur í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.

12 manndráp á tveimur árum

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 17. september 2024

Frá vettvangi i gær.
Frá vettvangi i gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í fyrrakvöld mann sem tilkynnti sjálfur að hann hefði banað dóttur sinni á grunnskólaaldri. Var maðurinn þá staddur í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í fyrrakvöld mann sem tilkynnti sjálfur að hann hefði banað dóttur sinni á grunnskólaaldri. Var maðurinn þá staddur í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, sagði við mbl.is í gær að maðurinn hefði veit lögreglumönnum ábendingu um hvar lík stúlkunnar væri að finna og fannst hún látin nokkurn spöl frá þeim stað þar sem faðirinn var handtekinn.

Virtist ekki undir áhrifum 

Að sögn Gríms hafði faðirinn umgengnisrétt við dóttur sína og ekkert benti til annars en að þau hefðu átt í eðlilegum samskiptum þennan dag. Þá hefði maðurinn ekki virst vera undir áhrifum áfengis eða vímuefna og ekki í miklu ójafnvægi.

Lögreglumenn voru að störfum á vettvangi í gær við rannsókn málsins, og sagði Grímur að á þessu stigi væri málið rannsakað sem manndráp, en að breyting gæti orðið þar á eftir því sem rannsókn málsins fleygði fram. Stúlkan verður krufin í vikunni og verður þá lögð fram bráðabirgðaniðurstaða um dánarorsök.

Grímur sagði í gær að maðurinn hefði ekki tjáð sig mikið í yfirheyrslum, og að húsleit hefði verið gerð í húsnæði sem hann hefði aðgang að. Þá hefði maðurinn ekki komist í kast við lögin vegna ofbeldismála.

Lögreglumenn voru að störfum á vettvangi í gær við rannsókn …
Lögreglumenn voru að störfum á vettvangi í gær við rannsókn málsins, og sagði Grímur að á þessu stigi væri málið rannsakað sem manndráp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vekur ugg í samfélaginu

Um er að ræða tólfta manndrápið í ellefu mismunandi manndrápsmálum sem komið hafa upp frá því í janúar 2023. Þá er þetta sjötta manndrápsmálið á þessu ári, og hafa aldrei fleiri slík komið upp á einu ári frá síðustu aldamótum.

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að mál sem þessi snerti samfélög eins og á Íslandi mjög djúpt. Þá verði fólki hverft við þegar mál af þessu tagi koma í kjölfar mikillar umræðu um ofbeldi og hnífaburð.

Hann segir einnig að manndrápsmál hafi áður komið í hrinum hér á landi, og að hann eigi frekar von á því að manndrápstíðnin muni aftur leita niður á við líkt og áður hafi gerst.

mbl.is