Móðir mín var á spítala allan tímann

Ólympíuleikarnir í París | 17. september 2024

Móðir mín var á spítala allan tímann

Imane Khelif sem vann til gullverðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París ræddi þá gagnrýni sem hún fékk á meðan á leikunum stóð við Canal+ í Frakklandi.

Móðir mín var á spítala allan tímann

Ólympíuleikarnir í París | 17. september 2024

Imane Khelif með ólympíugullið sitt.
Imane Khelif með ólympíugullið sitt. AFP/Mohd Rasfan

Imane Khelif sem vann til gullverðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París ræddi þá gagnrýni sem hún fékk á meðan á leikunum stóð við Canal+ í Frakklandi.

Imane Khelif sem vann til gullverðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París ræddi þá gagnrýni sem hún fékk á meðan á leikunum stóð við Canal+ í Frakklandi.

Khelif fékk ekki að keppa á heimsmeistaramótinu þar sem hún féll á kynja­hæfn­is­prófi. Hún mæld­ist með of mikið magn af karlhorm­ón­un­um testó­sterón í lík­am­an­um á heims­meist­ara­mót­inu, en niður­stöðurn­ar urðu aðeins ljós­ar klukku­stund­um áður en Khelif átti að keppa til úr­slita á mót­inu.

Mörg hne­fa­leika­sam­bönd eru starf­andi og IBC-sam­bandið sem hélt heims­meist­ara­mótið er ekki viður­kennt af Alþjóðaólymp­íu­nefnd­inni. Af þeim sök­um var Khelif send í annað próf fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana í Par­ís og það stóðst hún.

Ekki voru á allir sáttir við að Khelif fengi að keppa á leikunum og var hún harðlega gagnrýnd af þekktu fólki á borð við Elon Musk, Donald Trump og J.K. Rowling.

„Musk var einni sá fyrsti sem gagnrýndi mig. Hann byrjaði þessa herferð gegn mér. Hann hatar mig þótt hann þekki mig ekki neitt. Ég skil ekki hvers vegna hann réðst gegn mér.

Hann var vondur við mig, fjölskylduna mína og móður. Mamma var á spítala alla daga á þessum tíma og ég skil ekki hvernig fólk getur hagað sér svona,“ sagði hún.

Eftir leikana kærði Khelif, sem er frá Alsír, marga fyrir netníð. Á meðal þeirra voru áðurnefnd Musk og Rowling.

mbl.is