Sigurður Ingi: Fullkomlega eðlileg stjórnsýsla

Brottvísun Yazans Tamimi | 17. september 2024

Sigurður Ingi: Fullkomlega eðlileg stjórnsýsla

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur það hafa verið rétt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fresta brottvísun Yaz­an Tamimi í gær, enda sé staða hans sérstök vegna veikinda hans. Ákvörðunin sé á engan hátt fordæmisgefandi, eingöngu ívilnandi í þessu einstaka máli.

Sigurður Ingi: Fullkomlega eðlileg stjórnsýsla

Brottvísun Yazans Tamimi | 17. september 2024

Sigurður Ingi telur málið á engan hátt fordæmisgefandi.
Sigurður Ingi telur málið á engan hátt fordæmisgefandi. mbl.is/Karítas

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur það hafa verið rétt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fresta brottvísun Yaz­an Tamimi í gær, enda sé staða hans sérstök vegna veikinda hans. Ákvörðunin sé á engan hátt fordæmisgefandi, eingöngu ívilnandi í þessu einstaka máli.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur það hafa verið rétt af Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fresta brottvísun Yaz­an Tamimi í gær, enda sé staða hans sérstök vegna veikinda hans. Ákvörðunin sé á engan hátt fordæmisgefandi, eingöngu ívilnandi í þessu einstaka máli.

„Það er alveg ljóst að þessi drengur er í viðkvæmri stöðu með sín langveikindi. Þetta er sérstakt tilfelli. Hann er inni á sjúkrastofnun og það þarf að skoða ákveðna þætti sem lúta að því. Þar með er ég ekki að segja að framkvæmd heimferðar- og fylgdarstofnunar ríkislögreglustjóra hafi ekki verið eins og þeirra verklag er fyrirlagt,“ segir Sigurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og ítrekar að lögum sé framfylgt. 

Ólíklegt að Yazan verði fluttur úr landi fyrir laugardag

Engin ákvörðun hafi verið tekin um það á fundinum hvort Yazan yrði vísað úr landi á næstu dögum, enda væri það þar til bærra stjórnvalda að fjalla um. Sigurður sagði þó ólíklegt að drengurinn yrði fluttur úr landi fyrir laugardag, en ef brottflutningur á sér ekki stað fyrir þann dag þarf að taka mál hans til efnislegrar meðferðar að nýju.

„Hann er núna innlagður á barnaspítalanum og mér finnst ólíklegt að á þeim tíma sem framundan sé hægt að undirbúa svona viðamikla aðgerð. Þær hafa verið gerðar áður og hætt við í mörgum öðrum tilvikum með sambærilegum hætti.“

Skynsöm ákvörðun

Þannig niðurstaðan er sú að hann verður ekki fluttur úr landi á næstu dögum?

„Maður getur reynt að meta það og ég get tekið undir með þér að það er ólíklegt miðað við þá stöðu sem uppi er. En það er engin ákvörðun sem við tökum.“

Dómsmálaráðherra hefur sjálf sagt að hún sé óviss með hvort hún hafi haft lagaheimild til að stöðva aðgerðina í gær, en spurður hvort það sé ekki áhyggjuefni segir Sigurður:

„Mér finnst þessi ákvörðun vera skynsöm, hún er ívilnandi. Í mínum huga er hún engan hátt fordæmisgefandi. Það hafa 1.000 eða 1.100 manns farið af landi brott á þessu ári án þess að þetta hafi komið til en staða þessa drengs er sérstök og því eðlilegt að taka ákvörðun um að fresta framkvæmdinni, sem er ívilnandi aðgerð gagnvart honum en varðar engan annan, þannig mér finnst þetta fullkomlega eðlileg stjórnsýsla.

mbl.is