Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í borgarstjórn

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði vegna samgöngusáttmála

Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem sat í borgarstjórn í dag í fjarveru Hildar Björnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, greiddi atkvæði með uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á fundi borgarstjórnar í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði vegna samgöngusáttmála

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 17. september 2024

Sandra Hlíf Ocares.
Sandra Hlíf Ocares. Ljósmynd/Aðsend

Sandra Hlíf Ocares, vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, sem sat í borg­ar­stjórn í dag í fjar­veru Hild­ar Björns­dótt­ur, odd­vita flokks­ins í Reykja­vík, greiddi at­kvæði með upp­færslu sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag.

Sandra Hlíf Ocares, vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, sem sat í borg­ar­stjórn í dag í fjar­veru Hild­ar Björns­dótt­ur, odd­vita flokks­ins í Reykja­vík, greiddi at­kvæði með upp­færslu sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag.

Á fund­in­um var sam­göngusátt­mál­inn, sem und­ir­ritaður var ný­lega á milli sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­ins, rædd­ur og svo voru greidd at­kvæði um hann.

Full­trú­ar meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Viðreisn­ar og Pírata greiddu all­ir at­kvæði með sátt­mál­an­um, en það gerði einnig Sandra og full­trúi Vinstri grænna. Friðjón R. Friðjóns­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sat hjá við at­kvæðagreiðsluna, en fjór­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trú­ar Sósí­al­ista og Flokks fólks­ins greiddu at­kvæði gegn sátt­mál­an­um.

„Í líf­inu fær maður ekki allt sem maður vill“

Í ræðu sinni fyr­ir at­kvæðagreiðsluna fór Sandra Hlíf yfir ástæður þess að hún greiddi at­kvæði með upp­færslu sátt­mál­ans. Sagði hún ljóst að það væru ekki all­ir sátt­ir með upp­færsl­un og að margt mætti vera öðru­vísi. „Ég er sam­mála því, en eins og er í líf­inu fær maður ekki allt sem maður vill,“ sagði hún.

Sandra Hlíf fagnaði því að nú lægju fyr­ir raun­hæf­ari áætlan­ir en þegar sátt­mál­inn var upp­haf­lega und­ir­ritaður árið 2019. Vega­gerðin hefði þá ekki haft aðkomu að mál­inu, en væri nú fram­kvæmdaaðili og hún treysti áætl­un­um þeirra.

Kýs að horfa á glasið hálf fullt

Nefndi hún að end­ur­skoða hefði mátt ákveðnar fram­kvæmd­ir, tryggja betri for­gangs­röðun og taka sér­stak­lega á greiðslu­kerfi al­menn­ings­sam­göngu­kerf­is­ins.

„En ég kýs að horfa á glasið hálf fullt í staðinn fyr­ir hálft tómt og ég fagna því að rík­is­stjórn­in hef­ur skuld­bundið sig í að setja al­menni­lega pen­inga í sam­göngu­innviði hér á höfuðborg­ar­svæðinu, loks­ins. Hér býr stærst­ur hluti lands­manna og því eðli­legt að fjár­fest­ing á innviðum end­ur­spegli það.“

Vísaði Sandra Hlíf meðal ann­ars í orð Alm­ars Guðmunds­son­ar, bæj­ar­stjóra í Garðabæ og Ásdís­ar Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi, sem hafi verið með ákveðna gagn­rýni, en sagt að þetta væri samt besta lausn­in.

„Þeir borga sem nota

Þá nefndi hún einnig gagn­rýni sem hef­ur komið fram á tafar­gjöld­in, eða um­ferðartolla sem eiga að fjár­magna stór­an hluta sátt­mál­ans. Hún gæti ekki verið mót­fall­in slíku sem hægri maður. „Sem hægri maður þá trúi ég því að þeir borga sem nota og mér finnst að í sam­göngu­mál­um eigi það ekki að lúta nein­um öðrum lög­mál­um en ann­ars staðar.“

Sagði hún Reykja­vík­ur­borg einnig þurfa að vera sam­keppn­is­hæfa og ekki eft­ir­bát borga í ná­granna­lönd­um þegar komi að sam­göngu­kerfi. Sagði hún borg­ina í dag ekki vera sam­keppn­is­hæfa.

„At­kvæði með börn­un­um mín­um, barna­börn­un­um mín­um

„Við verðum að rífa okk­ur upp úr skot­gröf­un­um og halda áfram. Ég mun greiða at­kvæði með sam­göngusátt­mál­an­um,“ sagði Sandra Hlíf.

„Mér finnst ég vera að greiða at­kvæði með börn­un­um mín­um, barna­börn­un­um mín­um og auk­inni lýðheilsu,“ bætti Sandra Hlíf jafn­framt við og fór yfir það hvernig sátt­mál­inn skipti máli í tengsl­um við loft­lags­mál og um­hverf­is­mál. Rifjaði hún upp að oft þyrfti að halda leik­skóla­börn­um inni vegna svifryks­meng­un­ar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð með vís­un­um í ræðu Söndru Hlíf­ar í borg­ar­stjórn.

Samgöngusáttmálinn var tekinn fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur í dag.
Sam­göngusátt­mál­inn var tek­inn fyr­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is