Telur ekki að gjá sé að myndast innan flokksins

Telur ekki að gjá sé að myndast innan flokksins

„Auðvitað er enginn sáttur við allt í þessum sáttmála en hins vegar held ég að sjálfstæðismenn almennt séu sammála um að það verður að halda áfram,“ segir Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Samgöngusáttmálinn var tekinn fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur í dag og greiddu fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gegn sáttmálanum.

Telur ekki að gjá sé að myndast innan flokksins

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 17. september 2024

Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Skjáskot/Reykjavíkurborg

„Auðvitað er eng­inn sátt­ur við allt í þess­um sátt­mála en hins veg­ar held ég að sjálf­stæðis­menn al­mennt séu sam­mála um að það verður að halda áfram,“ seg­ir Sandra Hlíf Ocares, vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík. Sam­göngusátt­mál­inn var tek­inn fyr­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í dag og greiddu fjór­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins gegn sátt­mál­an­um.

„Auðvitað er eng­inn sátt­ur við allt í þess­um sátt­mála en hins veg­ar held ég að sjálf­stæðis­menn al­mennt séu sam­mála um að það verður að halda áfram,“ seg­ir Sandra Hlíf Ocares, vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík. Sam­göngusátt­mál­inn var tek­inn fyr­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í dag og greiddu fjór­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins gegn sátt­mál­an­um.

Spurð hvort að at­kvæðagreiðslan beri þess merki að gjá sé að mynd­ast inn­an flokks­ins seg­ist vara­borg­ar­full­trú­inn ekki telja svo vera.

„Nei, ég held ekki. Ef þú sérð hvernig þetta er hjá sjálf­stæðismönn­um á höfuðborg­ar­svæðinu að þá er gjá­in nú ekki mjög stór. Það eru ekki marg­ir sem að eru hinum meg­in við hana,“ seg­ir Sandra Hlíf og nefn­ir að þó að eng­inn sé sátt­ur við allt sem finna megi í sátt­mál­an­um telji hún að al­mennt séu sjálf­stæðis­menn sam­mála um að halda þurfi áfram.

„Við get­um ekki verið í þess­ari kyrr­stöðu og eins og Ásdís Kristjáns­dótt­ir hef­ur bent á þá er ekk­ert annað sem hef­ur komið fram sem er sneggra, ódýr­ara eða virk­ar bet­ur,“ bæt­ir hún enn frem­ur við.

Odd­vit­inn í af­mæli

At­hygli vakti að odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hild­ur Björns­dótt­ir, var fjar­ver­andi á fund­in­um í dag en seg­ir Sandra að odd­vit­inn sé ekki að hlaupa und­an ábyrgð.

„Hún er í sjö­tugsaf­mæli móður sinn­ar er­lend­is sem var skipu­lagt fyr­ir einu og hálfu ári síðan. Það er staðan. Það er ekki það að hún sé að hlaupa und­an ábyrgð.“

Vara­borg­ar­full­trú­inn tek­ur fram að hún og Friðjón R. Friðjóns­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafi lagt fram sam­eig­in­lega bók­un á fund­in­um.

Lagn­ing Sunda­braut­ar skuli vera í for­gangi

Þar seg­ir að ljóst sé að ráðast verði í stór­átak á höfuðborg­ar­svæðinu til að bæta sam­göng­ur og auka ör­yggi í um­ferðinni með skil­virkni og hag­kvæmni að leiðarljósi. Þá skulu gjöld af um­ferð til að fjár­magna sam­göngu­mann­virki miðast við notk­un, sam­hliða niður­fell­ingu vöru­gjalda af bif­reiðum og eldsneyti.

„Borg­ar­full­trú­arn­ir und­ir­strika mik­il­vægi þess að við fram­kvæmd sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins verði verk­efn­um for­gangsraðað til að vinna hratt á þeim bráðavanda sem mikl­ar og vax­andi um­ferðataf­ir valda og tryggja að arðsemi ráði for­gangs­röðun. Þá telja borg­ar­full­trú­arn­ir jafn­framt að lagn­ing Sunda­braut­ar skuli vera í for­gangi,“ seg­ir í bók­un­inni.

Um sam­göngusátt­mál­ann seg­ir Sandra Hlíf að hún sé ánægð að það sé kom­in fjár­fest­ing í sam­göngu­innviði á höfuðborg­ar­svæðinu og nefn­ir hún að þörf hafi hlaðist upp fyr­ir því mjög lengi. Þá sé frá­bært að fjár­fest­ing­in sé mögu­lega líka í sam­ræmi við fjölda lands­manna sem búi á svæðinu.

mbl.is