Eva Dögg Rúnarsdóttir er annar eigandi og meðstofnandi vellíðunarfyrirtækisins Rvk Ritual. Hún á von á fjórða barninu á næstu mánuðum og hugsar vel um líkama, húð og sál. Eva Dögg er svokallaður „master formulator“ fyrir Rvk Ritual, gua sha-andlitsfræðingur og sérhæfir sig á sérstöku sviði í hefðbundinni kínverskri læknisfræði þar sem einblínt er á að lesa í andlitið og húðina á andlitinu.
Eva Dögg Rúnarsdóttir er annar eigandi og meðstofnandi vellíðunarfyrirtækisins Rvk Ritual. Hún á von á fjórða barninu á næstu mánuðum og hugsar vel um líkama, húð og sál. Eva Dögg er svokallaður „master formulator“ fyrir Rvk Ritual, gua sha-andlitsfræðingur og sérhæfir sig á sérstöku sviði í hefðbundinni kínverskri læknisfræði þar sem einblínt er á að lesa í andlitið og húðina á andlitinu.
Eva Dögg Rúnarsdóttir er annar eigandi og meðstofnandi vellíðunarfyrirtækisins Rvk Ritual. Hún á von á fjórða barninu á næstu mánuðum og hugsar vel um líkama, húð og sál. Eva Dögg er svokallaður „master formulator“ fyrir Rvk Ritual, gua sha-andlitsfræðingur og sérhæfir sig á sérstöku sviði í hefðbundinni kínverskri læknisfræði þar sem einblínt er á að lesa í andlitið og húðina á andlitinu.
„Ég hef uppgötvað að andlit okkar geymir ótrúlega mikið magn upplýsinga og ef hlustað er vandlega á það getur það leitt okkur til aukinnar vellíðunar,“ segir Eva. Hún er dugleg að deila ráðum og aðferðum með fylgjendum sínum á Instagram.
Eva finnur fyrir svolitlum breytingum á húðinni þegar hún er ófrísk. „Yfirleitt finnst mér húðin mín aðeins betri þegar ég er ólétt, seinni tvo þriðjungana, en ekki í upphafi. Ég verð yfirleitt svo slöpp, þreytt og er með stanslausa ógleði. Þá missir maður yfirleitt allan sjarma og ljóma fyrir lífinu þó að maður sé glaður yfir lífinu innan í sér. Ég tek eftir að húðin mín er þreytuleg og fæ oft bólur á hökuna sem er hormónasvæði, í kringum munninn sem er meltingarsvæði vegna þess að hormónarnir eru úti um allt. Meltingin er hægari, ég borða skrýtinn mat og öðruvísi en ég er vön og hreyfi mig yfirleitt minna. Ég sé það alltaf strax á húðinni. En þegar fyrsti þriðjungurinn er búinn og maður er kominn aftur til sjálfs sín þá finnst mér húðin á mér yfirleitt mjög góð og jafnvel betri en vanalega.“
Þegar Eva Dögg var tvítug tók hún húð- og snyrtivörurútínuna alveg í gegn og hefur síðan þá mest notað lífrænar og hreinar snyrtivörur. „Ég veit að það er mjög breitt hugtak og iðulega misskilið en verkefnið mitt hefur verið að útskýra það fyrir fólki. Það er margt sem er „náttúrulegt“ en er það bara alls ekki og öfugt,“ segir Eva og bætir við að vara sem inniheldur færri innihaldsefni en fleiri sé yfirleitt betri. „Það er góð regla hvað varðar innihaldsefni. Ég nota ekki mikið retínóll eða aggressífar sýrur og leisera almennt, sama hvort ég er ólétt, með barn á brjósti eða ekki. Svona aðgerðir eru ekki eitthvað sem ég mæli endilega með eða hef mikla trú á. Ég nota frekar bio-retínól, náttúrulegt A-vítamín, bæði á húð og í maga. Ég set C-Vítamín á húðina en einblíni jafnvel meira á að borða það og sé hvernig það lífgar upp á mig og eykur kollagenframleiðslu líkamans. Ég trúi því að vinna með tilfinningar, að losa um streitu, tráma og gremju, hafi gífurlega góð áhrif á andlitið, húðina og allan líkamann.“
Hún segir misjafnt eftir árstíðum og lífsins tímabilum hvað hún ákveður að leggja áherslu á. „Í sumar setti ég fókus á djúpan en léttan raka. Ég notaði hyalúron-sýru, andlitsmist, léttar olíur og krem. Svo mála ég mig mun minna og sjaldnar. En á haustin byrja ég rólega að dýpka og auka rakann enn meira og bæti C-Vítamíni við. Á veturna smyr ég inn í mig meiri olíu, fitu og aðeins þyngri og næringarríkari kremum. Ég legg áherslu á það líka í mataræðinu. Ég elska andlitssprey og andlits-essence og finnst það oft vera vanmetnasta húðvaran. Ég byrja alltaf daginn á að sprauta á mig andlitsspreyi, yfirleitt köldu sem ég geymi í ísskápnum. Þessar vörur hjálpa mikið til með virkni annarra vara, sérstaklega ef þú ert að nota hýalúron-sýrur eða olíur. Ég er alltaf með nokkrar krukkur opnar af The Balm, sem er eitt krem fyrir allt, og er vara frá okkur í Rvk Ritual. Það er ótrúlega græðandi salvi sem ég nota á hundrað vegu og öll fjölskyldan mín líka, börnin og unnustinn,“ segir Eva Dögg.
„Annars er mesti fókusinn minn dagsdaglega á aðra hluti en bara húðvörur þó að hann sé að sjálfsögðu alltaf þar líka. Ég hugsa vel um sogæðakerfið og bandvefinn með nuddi, tækjum og tólum. Ég hugleiði og geri öndunaræfingar á hverjum degi og hugsa um hvernig ég ber mig, líkamsstöðuna. Ég geri æfingar sem styðja við hana og stoðkerfið almennt.“
Fyrir þau sem vilja fallega húð, sérstaklega eftir fertugt, segir Eva að það sé mikilvægt að hugsa um næringu, réttu bætiefnin, þarmaflóruna, svefn, styðja við lifrina og minnka streitu í lífinu. „Kremin og allt fíneríið er svo bara „the cherry on top“. En það er ótrúlega skemmtilegt og mitt aðaláhugamál, og það sem ég vinn við. En húðin er okkar stærsta líffæri svo ef þú vilt breyta einhverju drastísku þarftu alltaf að byrja innra með þér. Það þarf að huga að andlegri og líkamlegri heilsu sem er náttúrulega bara sami hluturinn.“
Eva notar aðallega náttúrulegar og lífrænar snyrtivörur. „Vörurnar sem ég nota eru frá Rvk Ritual, Novexpert, Madara, Pai, RMS, Hyeja, Lesse, ILIA, Living LIbations, Monastery Made og R’oen. Swede er orðinn eiginlega eini maskarinn sem ég nota, ég elska brúnan og margt fleira. Þetta eru allt vörur sem eru gerðar á fallegan hátt og af fólki sem er með ástríðu fyrir góðum innihaldsefnum sem hafa heilnæm og góð áhrif á húðina, okkur og heiminn.“
Eru til vörur sem þú forðast að nota?
„Vörur með mikið af kemískum ilmefnum eru mögulega stærsta rauða flaggið. Einnig vörur sem ég veit að hafa neikvæð áhrif á hormónakerfið, innkirtlakerfið og svo framvegis. Ég reyni að velja lífrænar vörur, með góða virkni en einfaldar svo að líkaminn skilji þær. Ég nota ekkert sem þurrkar upp húðina eða sem er of aggresíft fyrir húðflóruna eða varnarlag húðarinnar. Einfalt er best en svo er auðvitað hægt að flækja eftir hentisemi,“ segir Eva Dögg.
„Húðin er stærsta líffærið okkar. Líkt og lifrin, nýrun og meltingarfærin gegnir hún lykilhlutverki í að losa líkamann við eiturefni sem hann ræður ekki við. Þess vegna finnst mér engin rök styðja það að við notum efni sem geta haft neikvæð áhrif á lifrina til dæmis, þar sem þau berast beint inn í blóðrásina á um það bil 26 sekúndum eftir að við berum þau á okkur. Þetta veldur auknu álagi á húðina sem leiðir til hluta eins og ofnæmis, exems, bólna og svo framvegis. Svo reynir húðin að losa okkur við þetta. Þetta er vítahringur sem við getum alveg stöðvað með því að sjá til þess að næra húðina og líkamann meðvitað.“