Fatnaður frá íslenska útivistarmerkinu 66°Norður er á mikilli útsölu í verslunum TK Maxx í Bretlandi. Á heimasíðu verslunarrisans má sjá nokkrar vinsælar flíkur með allt að sjötíu prósenta afslætti eins og skeljakka, flísvesti og ullarpeysur.
Fatnaður frá íslenska útivistarmerkinu 66°Norður er á mikilli útsölu í verslunum TK Maxx í Bretlandi. Á heimasíðu verslunarrisans má sjá nokkrar vinsælar flíkur með allt að sjötíu prósenta afslætti eins og skeljakka, flísvesti og ullarpeysur.
Fatnaður frá íslenska útivistarmerkinu 66°Norður er á mikilli útsölu í verslunum TK Maxx í Bretlandi. Á heimasíðu verslunarrisans má sjá nokkrar vinsælar flíkur með allt að sjötíu prósenta afslætti eins og skeljakka, flísvesti og ullarpeysur.
Skaftafell klassískur skeljakki, sem er til sölu í vefverslun 66°Norður á 74.000 krónur, er til sölu á vef TK Maxx á tæp 110 pund eða rúmlega 19 þúsund krónur. Tindur krulluflísvesti er á vefsíðu 66°Norður á 30.000 krónur en á vef TK Maxx á 9.000 krónur. Það er þó ekki til sölu í sama lit og hér á landi.
Bylur ullarpeysan, sem hefur verið mjög vinsæl, kostar 29.000 á vefsíðu 66°Norður en er til í sæbláum lit á vefsíðu TK Maxx. Þar kostar hún rúmlega 9.000 krónur.
Verslunin TK Maxx kaupir eldri birgðir af lager sem ekki hafa selst og eru þeir með allt að fjögur þúsund birgja um allan heim. Það kemur þess vegna fyrir að vörur frá þekktum vörumerkjum rati þangað inn. Úrvalið er þó oft af skornum skammti og fötin yfirleitt til í fáum stærðum. Vefsíðan sendir aðeins innan Bretlands og því er ekki hægt að panta þennan varning hingað til lands.
66°Norður sendi frá sér yfirlýsingu vegna útsölunnar hjá TK Maxx:
„66°Norður rekur útsölumarkað á Íslandi (Faxafeni og Akureyri) sem er opinn allt árið um kring og býður upp á vörur á afslætti, vörur sem eru frá fyrri árum þar sem um er að ræða eldri liti í ákveðnum stærðum sem oft er í takmörkuðu magni. Sambærilegt er stundum útfært erlendis í gegnum endursöluaðila líkt og í þessu tilfelli. Það er því ekki um neina brunaútsölu að ræða heldur eldri vörur sem er verið að leysa út.
Íslendingar njóta ávallt bestu kjara á útsölumarkaði og lagersölu sem haldin er tvisvar á ári,“ segir í fréttatilkynningunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.