ASÍ segir ummælin tilhæfulaus og ósönn

Matvælalager í Sóltúni 20 | 18. september 2024

ASÍ segir ummælin tilhæfulaus og ósönn

Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna viðtals sem birtist við kaupsýslumanninn Quang Le á mbl.is í dag. Er ásökunum um framgöngu starfsmanna ASÍ hafnað með öllu.

ASÍ segir ummælin tilhæfulaus og ósönn

Matvælalager í Sóltúni 20 | 18. september 2024

Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna viðtals sem birtist við kaupsýslumanninn Quang Le á mbl.is í dag. Er ásökunum um framgöngu starfsmanna ASÍ hafnað með öllu.

Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna viðtals sem birtist við kaupsýslumanninn Quang Le á mbl.is í dag. Er ásökunum um framgöngu starfsmanna ASÍ hafnað með öllu.

Í yfirlýsingunni segir að birt séu miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le.

„Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði,“ segir í yfirlýsingu.

„Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn.“

Segjast bera fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa 

Í viðtali við Quang Le nafngreinir hann sérstaklega einn vinnustaðaeftirlitsfulltrúa, Adam Kára Helgason, sem var einn viðmælenda í fréttaþættinum Kveik þegar gerð var umfjöllun um veitingarekstur Quang Le.

Segir hann Adam Kára hafa látið það í veðri vaka að það myndi missa landvistarleyfi ef það spilaði ekki með hvað varðar ásakanir á hendur Quang Le. Þá hafi hann sagt fólki að það gæti átt von á háum upphæðum með því að gera kröfugerð á þrotabú.  

„ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi,“ segir í yfirlýsingu. 

Enginn tími, orka né vilji 

Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ, segir að þessar ásakanir dæmi sig sjálfar. 

„Okkar eftirlitsaðilar heimsækja vel yfir hundruð atvinnurekenda í hverjum mánuði. Við  höfum hvorki tíma, orku né vilja til að taka einhverja fyrir eins og þarna er lýst,“ segir Halldór.  

Hann segir að nokkrir tugir kærumála séu til meðferðar hjá sambandinu vegna vangoldinna launa og réttinda starfsmanna. „Að öðru leyti vitum við ekkert meira um þetta mál,“ segir Halldór.  

Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ.
Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ. mbl.is/Unnur Karen

Hann segir þó að félagið hafi fundið sig knúið til að svara þessum aðdróttunum.

„Þetta er maður sem er í erfiðri stöðu og er að mynda sína málsvörn,“  segir Halldór um Quang Le. 

Yfirlýsing ASÍ í heild sinni:

„Yfirlýsing vegna ummæla Quang Le í viðtali á mbl.is

Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði.

Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn.

ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi.“

mbl.is