Bústaður biskups seldur á 360 milljónir

Heimili | 18. september 2024

Bústaður biskups seldur á 360 milljónir

Embætt­is­bú­staður bisk­ups Íslands við Bergstaðastræti hef­ur verið seld­ur.

Bústaður biskups seldur á 360 milljónir

Heimili | 18. september 2024

Húsið stendur við Bergstaðastræti 75 í Reykjavík.
Húsið stendur við Bergstaðastræti 75 í Reykjavík.

Embætt­is­bú­staður bisk­ups Íslands við Bergstaðastræti hef­ur verið seld­ur.

Embætt­is­bú­staður bisk­ups Íslands við Bergstaðastræti hef­ur verið seld­ur.

Hann var aug­lýst­ur til sölu á dög­un­um en um er að ræða 487 fm ein­býli sem reist var árið 1928. Húsið stend­ur á 912 fm lóð sem er vel ræktuð. Fast­eigna­mat húss­ins er 292.050.000 kr.

Smartland sagði frá því á dögunum að félag Birnu Jennu Jóns­dótt­ur, EVB ehf. hafi fest kaup á húsinu. Birna Jenna er sjálf­stæður fjár­fest­ir sem starfaði áður í ís­lenska banka­kerf­inu.

Félag Birnu Jennu greiddi 360.500.000 kr. fyrir húsið. Kaupin fóru fram 4. september og var húsið afhent sama dag.

Bergstaðastræti 75.
Bergstaðastræti 75. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðuneytið keypti húsið árið 1968

Paul Smith reisti húsið en hann var verk­fræðing­ur sem vegnaði vel í viðskipt­um. Árið 1920 stofnaði hann inn­flutn­ings- og heild­sölu­fyr­ir­tæki í Reykja­vík sem var kennt við hann. Fyr­ir­tækið seldi raf­vör­ur og varð að versl­un­inni Smith og Nor­land 1956. Guðmund­ur Vil­hjálms­son­, for­stjóri Eim­skipa­fé­lags Íslands, bjó í hús­inu um tíma ásamt fjöl­skyldu sinni. 

Dóms- og kirkju­málaráðuneytið keypti húsið árið 1968 og 1994 eignaðist Kirkju­mála­sjóður húsið. Frá 2021 hef­ur það verið í eigu Þjóðkirkj­unn­ar. 

Sr. Agnes Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi bisk­up Íslands, flutti inn í húsið við Bergstaðastræti þegar hún tók við embætti. Hún bjó sjálf á efri hæðinni en neðri hæðin var notuð fyr­ir sam­kom­ur og veislu­höld. 

mbl.is