Eðal hrákaka Önnu Eiríks

Uppskriftir | 18. september 2024

Eðal hrákaka Önnu Eiríks

Þessi hrákaka er ótrúlega einföld og fljótleg að búa til, það eina sem þarf er matvinnsluvél eða góður blandari. Uppskriftin kemur úr smiðju Önnu Eiríks deildarstjóra í Hreyfingu en Anna heldur einnig úti heilsuvef þar sem hún býður upp á fjarþjálfun, hollustu uppskriftir og fleira áhugavert. Sjá nánar hér.

Eðal hrákaka Önnu Eiríks

Uppskriftir | 18. september 2024

Þetta er hrákakan sem er í mestu uppáhaldi hjá Önnu …
Þetta er hrákakan sem er í mestu uppáhaldi hjá Önnu Eiríks. Ljósmynd/Aðsend

Þessi hrákaka er ótrúlega einföld og fljótleg að búa til, það eina sem þarf er matvinnsluvél eða góður blandari. Uppskriftin kemur úr smiðju Önnu Eiríks deildarstjóra í Hreyfingu en Anna heldur einnig úti heilsuvef þar sem hún býður upp á fjarþjálfun, hollustu uppskriftir og fleira áhugavert. Sjá nánar hér.

Þessi hrákaka er ótrúlega einföld og fljótleg að búa til, það eina sem þarf er matvinnsluvél eða góður blandari. Uppskriftin kemur úr smiðju Önnu Eiríks deildarstjóra í Hreyfingu en Anna heldur einnig úti heilsuvef þar sem hún býður upp á fjarþjálfun, hollustu uppskriftir og fleira áhugavert. Sjá nánar hér.

Þessi hrákaka er í miklu uppáhaldi hjá henni og er oftar en ekki til í frystinum.

„Mér finnst æðislegt að eiga þessa köku inn í frysti til að gæða mér á þegar sætindaþörfin hellist yfir,“ segir Anna og hvetur lesendur Matarvefsins til að prófa.

Eðal hrákaka Önnu Eiríks

Botn

  • 100 g möndlur, lítill poki
  • 150 g saxaðar döðlur
  • 2 msk. kakó

Krem

  • 1 lárpera
  • 1 banani
  • 3 msk. fljótandi kókosolía
  • 3 msk. Agave síróp
  • ½ tsk. vanilludropar

Toppurinn

  • 100-150 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á botninum og setjið fyrst saxaðar döðlur í bleyti.
  2. Hellið möndlunum í matvinnsluvél og saxið.
  3. Blandið kakóduftinu saman við og hellið svo vatninu af döðlunum og bætið þeim við.
  4. Hrærið allt vel saman og setjið í form.
  5. Gott er að setja bökunarpappír undir ef þið viljið geta tekið hrákökuna upp úr forminu í heilu lagi til að skera í litla bita.
  6. Setjið síðan öll innihaldsefnin sem þarf í kremið í matvinnsluvélina og þeytið vel saman.
  7. Hellið síðan yfir botninn.
  8. Bræðið súkkulaðið við vægan hita og hellið því síðan yfir kremið.
  9. Setjið síðan kökuna í frysti og geymið þar.
  10. Gott er að taka hana út aðeins áður en hún er borin fram en hún er líka góð mjög köld eða hálf frosin.
mbl.is