Lögðu fram bókun vegna samþykktar samgöngusáttmálans

Lögðu fram bókun vegna samþykktar samgöngusáttmálans

„Þessi uppfærsla byggist því miður á áframhaldandi töfum og mynstri sem hefur verið í þessum málum síðan 2011 þegar Samfylkingin í borginni samdi við Samfylkinguna í ríkisstjórn um að seinka öllum samgönguframkvæmdum um tíu ár,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um uppfærðan samgöngusáttmála.

Lögðu fram bókun vegna samþykktar samgöngusáttmálans

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 18. september 2024

Kjartan Magnússon var á meðal þeirra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögðu …
Kjartan Magnússon var á meðal þeirra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögðu fram bókun vegna samþykktar samgöngusáttmála í dag. Samsett mynd.

„Þessi upp­færsla bygg­ist því miður á áfram­hald­andi töf­um og mynstri sem hef­ur verið í þess­um mál­um síðan 2011 þegar Sam­fylk­ing­in í borg­inni samdi við Sam­fylk­ing­una í rík­is­stjórn um að seinka öll­um sam­göngu­fram­kvæmd­um um tíu ár,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, um upp­færðan sam­göngusátt­mála.

„Þessi upp­færsla bygg­ist því miður á áfram­hald­andi töf­um og mynstri sem hef­ur verið í þess­um mál­um síðan 2011 þegar Sam­fylk­ing­in í borg­inni samdi við Sam­fylk­ing­una í rík­is­stjórn um að seinka öll­um sam­göngu­fram­kvæmd­um um tíu ár,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, um upp­færðan sam­göngusátt­mála.

Sam­göngusátt­mál­inn var tek­inn fyr­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í gær og greiddu þar fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar á meðal Kjart­an, at­kvæði gegn sátt­mál­an­um. Friðjón R. Friðjóns­son, borg­ar­full­trúi flokks­ins, sat hjá en vara­borg­ar­full­trúi flokks­ins, Sandra Hlíf Ocares, greiddi at­kvæði með.

Þó seg­ir Kjart­an að ekki sé klofn­ing­ur inn­an flokks­ins. Í ræðum Friðjóns og Söndru Hlíf­ar hafi verið að finna gagn­rýni á sam­göngusátt­mál­ann. Seg­ir hann Söndru hins veg­ar hafa kosið að líta á það góða í sátt­mál­an­um.

Lögðu fram bók­un vegna samþykk­ar sátt­mál­ans

„Í mörg­um atriðum erum við sam­mála um ákveðin atriði í þess­um sam­göngusátt­mála en við fjög­ur sem greidd­um at­kvæði gegn sátt­mál­an­um ákváðum að leggja áherslu á að það verða þarna mikl­ar taf­ir á ýms­um sam­göngu­fram­kvæmd­um,“ seg­ir Kjart­an og nefn­ir að enn bóli ekk­ert á aðgerðum sem ákveðið var að setja í for­gang árið 2019 og áttu að vera bún­ar 2021.

Borg­ar­full­trú­arn­ir Ragn­hild­ur Alda M. Vil­hjálms­dótt­ir, Marta Guðjóns­dótt­ir og Björn Gísla­son lögðu fram bók­un, ásamt Kjart­ani, vegna samþykkt­ar sátt­mál­ans.

Kem­ur þar m.a. fram að borg­ar­full­trú­arn­ir vilji að strax verði gripið til aðgerða í sam­göngu­mál­um t.a.m. varðandi aukið um­ferðarör­yggi og bætt um­ferðarflæði og seg­ir Kjart­an að þau telji að hægt verði að fara strax í aðgerðir í stað þess að vísa þeim inn í framtíðina.

Til­lögu flokks­ins vísað frá

Þá lagði flokk­ur­inn einnig fram til­lögu á fund­in­um um að flýta gerð Miklu­braut­ar­ganga en var henni vísað frá.

„Mér fannst rangt að vísa henni frá og mér hefði fund­ist gott mál að taka hana með í þessa umræðu og samþykkja og reyna þá að flýta fyr­ir aðgerð sem er góð. En meiri­hlut­inn lít­ur greini­lega svo á að þessi sátt­máli sé svo heil­ag­ur að það megi engu breyta í hon­um,“ seg­ir borg­ar­full­trú­inn.

Ætl­un­in að leggja þunga viðbót­ar­skatta á Reyk­vík­inga

Í bók­un­inni sem borg­ar­full­trú­arn­ir fjór­ir lögðu fram í dag seg­ir að borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sætti sig ekki við frek­ari taf­ir á úr­bót­um í sam­göngu­mál­um.

Vilja þeir að gripið verði strax til aðgerða til að auka um­ferðarör­yggi, bæta um­ferðarflæði og draga úr meng­un í borg­inni og segja þeir að ljúka þurfi skipu­lags­vinnu vegna gatna­móta Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar sem fyrst og ráðast í fram­kvæmd­ir 2025. Stór­bæta þurfi um­ferðar­stýr­ingu strax auk þess að grípa þurfi til aðgerða strax í því skyni að stór­efla al­menn­ings­sam­göng­ur í stað þess að bíða í mörg ár eft­ir borg­ar­línu.

„Upp­færsla svo­nefnds sam­göngusátt­mála bygg­ist á tafa­st­efnu vinstri meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn. Mörg und­an­far­in ár hafa vinstri flokk­arn­ir bar­ist gegn sam­göngu­bót­um í Reykja­vík. Nefna má ,,sam­göngu­stoppið“ 2011 og aðal­skipu­lags­breyt­ing­ar 2014 þegar sam­göngu­um­bæt­ur voru tekn­ar af skipu­lagi. Ekki hef­ur verið staðið við fyr­ir­heit úr sam­göngusátt­mál­an­um 2019 um að þessi kyrrstaða yrði rof­in. Með upp­færsl­unni nú verður haldið áfram á sömu braut. Ljúka átti úr­bót­um á gatna­mót­um Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar 2011, sem hef­ur nú verið frestað til 2030. Úrbæt­ur í um­ferðarljós­a­stýr­ingu áttu að vera í for­gangi en afar lítið gerst í þeim efn­um,“ seg­ir í bók­un­inni.

Segja þá borg­ar­full­trú­arn­ir að mörg verk­efni sátt­mál­ans séu of flók­in og dýr. Sátt­mál­in sé ófjár­magnaður, vanáætl­ar kostnaðarliði, sýni enga grein­ingu á óvissu- og áhættuþátt­um og greini ekki arðsemi- og ábata­mat ein­stakra verkþátta.

„Ljóst er að ætl­un­in er að leggja þunga viðbót­ar­skatta á Reyk­vík­inga vegna hans,“ seg­ir enn frem­ur í bók­un­inni. 

Sam­göngusátt­mál­inn var tek­inn fyr­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í dag.
Sam­göngusátt­mál­inn var tek­inn fyr­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is