Weinstein mætti í dómssal á ný

MeT­oo - #Ég líka | 18. september 2024

Weinstein mætti í dómssal á ný

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein mætti að nýju í dómsal í dag þar sem hann neitaði að hafa brotið á konu kynferðislega í hótelherbergi í New York árið 2006.

Weinstein mætti í dómssal á ný

MeT­oo - #Ég líka | 18. september 2024

Weinstein virkaði veiklulegur þar sem hann mætti fyrir dómara í …
Weinstein virkaði veiklulegur þar sem hann mætti fyrir dómara í dag. AFP/Seth Wenig

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein mætti að nýju í dómsal í dag þar sem hann neitaði að hafa brotið á konu kynferðislega í hótelherbergi í New York árið 2006.

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein mætti að nýju í dómsal í dag þar sem hann neitaði að hafa brotið á konu kynferðislega í hótelherbergi í New York árið 2006.

Um er að ræða nýja kæru á hendur Weinstein en þegar hann var spurður hvort hann væri sekur um athæfið svarði hann því neitandi. 

Hinn 72 ára gamli Weinstein undirgekkst bráðahjartaaðgerð fyrir aðeins viku síðan og mætti hann í dómsalinn í hjólastól og virtist nokkuð veikburða.

„Þökk sé þessu fórnarlambi sem hafði hug í að stíga fram hefur Weinstein nú verið ákærður fyrir annað meint ofbeldisfullt kynferðisbrot,“ sagði saksóknarinn Alvin L. Bragg í yfirlýsingu sinni.

Þegar dæmdur og bíður endurupptöku í öðru máli

Auk þessa málaferlis bíður Weinstein eftir endurupptöku á máli þar sem hann er sakaður um nauðgun.

Weinstein hafði áður verið dæmdur í 23 ára fangelsi í því máli en áfríunardómstóll vísaði úrskurðinum frá á þeim forsendum að dómsmeðferðin hafi ekki verið sanngjörn þar sem konur sem Weinstein er ekki sakaður um að hafa brotið á fengu að bera vitni.

Weinstein sem heldur því fram að hann hafi aldrei stundað kynlíf án samþykkis situr þó áfram í fangelsi en hann er þegar með 16 ára dóm á bakinu fyrir að nauðga leikkonu árið 2013.

Í júlí var hann fluttur á fangelsissjúkrahús í New York vegna margvíslegra heilsufarsvandamála, þar á meðal Covid-sýkingar og tvöfaldrar lungnabólgu.

mbl.is