„Já, það er rétt,“ segir Arnar Þórisson kvikmyndagerðarmaður og yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu í samtali við mbl.is, spurður um hvort hann hefði fengið stöðu sakbornings í máli sem varðar stuld á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra og sem slíkur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í síðustu viku.
„Já, það er rétt,“ segir Arnar Þórisson kvikmyndagerðarmaður og yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu í samtali við mbl.is, spurður um hvort hann hefði fengið stöðu sakbornings í máli sem varðar stuld á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra og sem slíkur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í síðustu viku.
„Já, það er rétt,“ segir Arnar Þórisson kvikmyndagerðarmaður og yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu í samtali við mbl.is, spurður um hvort hann hefði fengið stöðu sakbornings í máli sem varðar stuld á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra og sem slíkur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í síðustu viku.
Arnar kvaðst ekki hafa verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins fyrr, en svo sem kunnugt er hafa fjórir blaðamenn stöðu sakbornings í málinu.
Hann sagði að lögreglan hefði spurt sig um ýmislegt sem símann varðaði, svo sem hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi símans og að síminn hafi verið opnaður, en Arnar kvaðst ekki hafa viljað tjá sig um það. DV greindi fyrst frá þessari nýju framvindu málsins.
Spurður um hvort honum væri kunnugt um næstu skref í málinu sagði hann svo ekki vera, að öðru leyti en því að honum hefði verið tjáð að rannsókn málsins væri á lokametrunum og lögreglan myndi skila því af sér til ákærusviðs á næstu vikum.
Arnar sagðist aldrei hafa lent í því fyrr að vera kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni.
„Þetta fer í lífsreynslubankann. Þetta var ekkert sárt af minni hálfu, en mér finnst það furðulegt hvað hægt er að halda þessu máli gangandi lengi. Ég efast ekki að öllum þeim sem að þessu koma finnist það líka. Ég skynjaði það líka hjá fólkinu sem var að spyrja mig spurninga að það væri örugglega til í að vera að gera eitthvað annað, án þess að ég ætli að fara að gera því upp hugsanir,“ segir Arnar og kvaðst aðspurður ekki vita hvort til stæði af hálfu lögreglunnar að kalla hann aftur til yfirheyrslu.