Atli Snær keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Viðburðir | 19. september 2024

Atli Snær keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Komo mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubita verðlaununum, „European Street Food Awards“, sem er stærsta götubita keppni í heimi. Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. til 6. október næstkomandi og mun Komo keppa við 18 aðrar Evrópu þjóðir um titilinn „Besti Götubitinn í Evrópu“

Atli Snær keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Viðburðir | 19. september 2024

Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo ásamt fjölskyldu sinni við …
Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo ásamt fjölskyldu sinni við verðlaunaafhendinguna í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Komo mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubita verðlaununum, „European Street Food Awards“, sem er stærsta götubita keppni í heimi. Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. til 6. október næstkomandi og mun Komo keppa við 18 aðrar Evrópu þjóðir um titilinn „Besti Götubitinn í Evrópu“

Komo mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubita verðlaununum, „European Street Food Awards“, sem er stærsta götubita keppni í heimi. Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. til 6. október næstkomandi og mun Komo keppa við 18 aðrar Evrópu þjóðir um titilinn „Besti Götubitinn í Evrópu“

Í ár sigarði Atli Snær í flokkunum „Besti smábitinn“ og …
Í ár sigarði Atli Snær í flokkunum „Besti smábitinn“ og „Besti grænmetisbitinn“ með „Thai melónusalati“. Í fyrra sigraði hann flokkinn „Besti smábitinn“ með „Korean fried tiger balls“. Ljósmynd/Aðsend

Hefur unnið til níu verðlauna

Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til níu verðlauna. Í ár sigraði hann í flokkunum „Besti smábitinn“ og „Besti grænmetisbitinn“ með „Thai melónusalati“ og í fyrra sigraði hann flokkinn „Besti smábitinn“ með „Korean fried tiger balls“ en þetta eru einmitt réttirnir sem verða á boðstólum á hátíðinni.

Áhugasamir geta fylgst með ferðalaginu inn á Facebook Komo hér og á Instagram síðunni hér.

Girnilegt.
Girnilegt. Ljósmynd/Aðsend
Komo matarvagninn í fullum skrúða.
Komo matarvagninn í fullum skrúða. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is