Davíð Viðars­son var skyndi­hug­detta

Matvælalager í Sóltúni 20 | 19. september 2024

Davíð Viðars­son var skyndi­hug­detta

„Þeir sem eiga húsið segjast núna eiga allt sem er þarna inni. Meira að segja parketið. Parket sem ég keypti og ekki var búið að leggja,“ segir kaupsýslumaðurinn Quang Le í tengslum við mathöll sem til stóð að opna á Vesturgötu 2. Segist hann hafa lagt um 500 milljónir króna í að koma upp matarbásum þar innandyra. 

Davíð Viðars­son var skyndi­hug­detta

Matvælalager í Sóltúni 20 | 19. september 2024

Quang Le furðar sig á því að hlutir hafi endað …
Quang Le furðar sig á því að hlutir hafi endað í eigu annarra þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Ljósmynd/aðsend/mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þeir sem eiga húsið segjast núna eiga allt sem er þarna inni. Meira að segja parketið. Parket sem ég keypti og ekki var búið að leggja,“ segir kaupsýslumaðurinn Quang Le í tengslum við mathöll sem til stóð að opna á Vesturgötu 2. Segist hann hafa lagt um 500 milljónir króna í að koma upp matarbásum þar innandyra. 

„Þeir sem eiga húsið segjast núna eiga allt sem er þarna inni. Meira að segja parketið. Parket sem ég keypti og ekki var búið að leggja,“ segir kaupsýslumaðurinn Quang Le í tengslum við mathöll sem til stóð að opna á Vesturgötu 2. Segist hann hafa lagt um 500 milljónir króna í að koma upp matarbásum þar innandyra. 

Hann segir að einkaaðilar hafi gert eignir hans upptækar án þess að greiða krónu fyrir á meðan hann sat bak við lás og slá.  

Þá segist hann hafa horft upp á tæki sem voru í hans eigu í veitingageiranum í notkun á veitingastað í miðbænum. Hann veit ekki til þess að króna hafi verið greidd fyrir þau. Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Quang Le rekur veitingahúsið.   

Allar eignir hans hafa verið frystar og hann segist ekki hafa aðgang að bankakorti á meðan hann bíður þess að lögregla klári að rannsaka mál á hendur honum. 

Eftir fylgir þriðji og síðasti hluti viðtals við Quang Le þar sem hann ræðir meðal annars um Davíð Viðarsson. 

Býst ekki við sakfellingu 

Hver eru þín helstu plön á næstunni?

„Ég veit það ekki. Ég fæ ekki bankakort til að hafa ofan í mig og mína. En ég ætla bara að takast á við þetta mál.“

Hvernig líður þér með þessa bið? Að bíða eftir því hvort þú fáir ákæru eða ekki?

„Ég gerði ekkert rangt og ég býst ekki við sakfellingu. Bara bíð eftir því að þetta verði búið.“

Segist hafa horft á eigin tæki á nýjum veitingastað 

Talið berst að eignum hans sem nú eru í ólíkum þrotabúum.

Hann segir það undarlega upplifun að vera handtekinn og upplifa svo að mörg þeirra félaga sem hann átti hafi verið komin í gjaldþrot þegar hann var látinn laus. Þá sé sumt sem hann sé hugsi yfir. Nefnir hann sérstaklega tvennt í því samhengi, annars vegar veitingastaðinn Bao Bite sem hafði opnað í húsnæði sem Quang Le hafði áður á leigu undir rekstur Pho Vietnam. 

„Þar er núna fyrrverandi framkvæmdastjórinn hjá mér að reka nýjan stað. Með sama starfsfólki og með tækin mín sem voru þarna fyrir. Mér skilst að hann hafi sagt þrotabúinu að það hefði ekki neitt verið þarna inni en þegar ég kom og heimsótti staðinn sá ég öll sömu tæki og ég hafði notað. Tæki sem kosta tugi milljóna króna,“ segir Quang Le.

Bao Bite stendur nú þar sem staður í eigu Quang …
Bao Bite stendur nú þar sem staður í eigu Quang Le stóð áður en hann var færður í gæsluvarðhald. mbl.is/Karítas

Menn hafi eignað sér hluti án þess að greiða krónu fyrir

Hins vegar nefnir hann Vesturgötu 2, þar sem til stóð að opna mathöll. En Quang Le hafði lagt til um 500 milljóna fjárfestingu til að útbúa matarbása.  

„Þeir sem eiga húsið segjast núna eiga allt sem er þarna inni. Meira að segja parketið. Parket sem ég keypti og ekki var búið að leggja. Það eru fleiri svona dæmi en aðalmálið er að svo virðist sem um leið og hlutir fara í þrot telja sumir að þeir geti bara eignað sér hlutina án þess að greiða fyrir það svo mikið sem eina krónu. Eins og þetta sé bara almenningseign,“ segir Quang Le.

Búið er að verja miklum fjárhæðum í mathöll sem til …
Búið er að verja miklum fjárhæðum í mathöll sem til stóð að opna að Vesturgötu 2. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Eggert

Vinnur að opnun Herkastalans 

Að sögn hans vinnur hann nú að því að opna Herkastalann aftur en annað sé ekki í hendi varðandi það að endurheimta eignir. Félagið sem Herkastalinn tilheyrir er ekki farið í gjaldþrot.  

Þekkti Davíð Viðarsson 

Ein spurning að lokum. Hvers vegna tókstu upp nafnið Davíð Viðarsson?

„Þetta var skyndihugdetta. Þetta var hugmynd sem kom upp hjá mér og íslenskum vini mínum.“

Áttirðu áður vin sem heitir Davíð Viðarsson?

„Já, ég þekkti mann sem heitir Davíð Viðarsson. Hann kom til Víetnam til að giftast núverandi konu minni. Þau komu svo til Íslands og hún fór að vinna hjá Vietnam Market. Við kynntumst þar og urðum ástfangin. Sá maður varð mér reiður. Ég hitti hann nýlega í sveitinni og spurði hann hvers vegna hann hefði farið með þetta í fjölmiðla. Hann sagði við mig að fjölmiðlarnir hefðu einhvern veginn náð að sannfæra hann um að koma fram,“ segir Quang Le en bætir því svo við að hann vilji ekki ræða það frekar. 

Fram kom í frétt á Vísi að umræddur maður væri brenndur eftir samskipti sín við Quang Le, en þeir kynntust fyrir um tveimur áratugum. Quang Le nældi sér í konu hans og tók upp nafn Davíðs. Þá er maðurinn skráður sem faðir tveggja barna Quang Le, að því er fram kemur í fréttinni. 

Elskar matargerð  

Ein spurning að lokum. Eftir að þessu máli er lokið og óháð útkomu þess. Hvað sérðu fyrir þér að gera næst? Hyggstu fara aftur í veitingabransann eða eitthvað annað?

„Ég hugsa ekkert um það. Bara að hugsa um þetta mál og að loka því. En ég elska ennþá að elda og það er mín ástríða,“ segir Quang Le að lokum. 

mbl.is