„Fjarvistir eru alltaf að aukast á vinnustöðum.“

Dagmál | 19. september 2024

„Fjarvistir eru alltaf að aukast á vinnustöðum.“

Ragnhildur segir að þegar kemur að forvörnum í heilsu og félagslegu öryggi inni á vinnustöðum sé gott að flokka þau mál sem eiga á við. 

„Fjarvistir eru alltaf að aukast á vinnustöðum.“

Dagmál | 19. september 2024

Ragnhildur segir að þegar kemur að forvörnum í heilsu og félagslegu öryggi inni á vinnustöðum sé gott að flokka þau mál sem eiga á við. 

Ragnhildur Bjarkadóttir, klínískur sáfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd, stofnaði fyrirtækið Auðnast árið 2014 ásamt Hrefnu Hugosdóttur hjúkrunarfræðingi og sérfræðingi í vinnuvernd. Tilgangur Auðnast er að þjónusta atvinnulífið um allt sem snertir heilsu og félagslegt öryggi starfsfólks. 
Ragnhildur fór yfir málin í Dagmálum en þar ræddi hún meðal annars um forvarnir á vinnustöðum og hvernig fyrirtæki eru farin að hafa samband við Auðnast og óska eftir aðstoð fyrr en áður - áður en mál innan fyrirtækisins eru komin í óefni. 

Regluverkið þarf að vera skýrt

Ragnhildur segir að þegar kemur að forvörnum í heilsu og félagslegu öryggi inni á vinnustöðum sé gott að flokka þau mál sem eiga á við. 

„Við getum annars vegar verið með forvarnir sem eru í efsta laginu sem er til dæmis regluverkið, hverjar eru verklagsreglurnar inni á vinnustaðnum. Til dæmis er virk stefna þegar kemur að EKKO málaflokknum? Er virk stefna í fjarvistarmálum?,“ útskýrir Ragnhildur. 

Fjarvistartölur og áhættuþættir 

Þegar Auðnast tekur að sér verkefni að aðstoða fyrirtæki með heilsu og félagslegt öryggi þá eru fyrst og fremst litið til fjarvista starfsfólks. Að sögn Ragnhildar geta fjöldi fjarvista gefið sterklega til kynna ef áhættuþættir eru til staðar á vinnustað. Til þeirra þarf að horfa þegar unnið er að því að aðstoða fyrirtæki við að gera starfsumhverfið betra. 

„Fjarvistir eru alltaf að aukast á vinnustöðum. Þannig að það er eitthvað sem við horfum til er að hafa regluverkið mjög skýrt,“ segir Ragnhildur.

Með því að hafa regluverkið skýrt þá er búið að skapa góðan jarðveg fyrr félagslega öryggið á vinnustaðnum. Regluverkið þarf að vera vera vel kynnt fyrir starfsfólk því mikilvægast af öllu er að starfsfólk vinnustaða að þekki það regluverk sem unnið er eftir.  

Þurfum að iðka umburðarlyndi

Á vinnustöðum má finna ólíka hópa og einstaklinga. Samkvæmt Ragnhildi er það því mikilvægt að stjórnendur jafnt sem samstarfsfólk iðki umburðarlyndi og taki tillit til þess að fólk er misjafnt. Hún segir samstarfsfólk eyða löngum stundum saman og þarf að eiga samskipti alla daga, oft á dag.

Því sé mikilvægt að vinnustaðir stuðli markvisst að góðum samskiptaháttum og vinnustaðamenningu en það segir Ragnhildur skipta gríðarlega miklu máli og geta komið í veg fyrir ótalmörg vandamál.

Þetta og margt fleira er einmitt hlutverk Ragnhildar og starfsfólks Auðnast með hag allra í fyrir brjósti; vinnustaðarins, stjórnenda, starfsfólks og viðskiptavina.

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála. 

Smelltu á spilarann hér að neðan til að horfa eða hlusta á allt viðtalið við Ragnhildi. 

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál

mbl.is