Hangir stjórnin á bláþræði?

Spursmál | 19. september 2024

Hangir stjórnin á bláþræði?

Hótaði VG stjórnarslitum til að koma í veg fyrir brottflutning Yazans Tamimis úr landi? Munu stjórnarflokkarnir halda saman allt til enda kjörtímabils eða eru brestir í samstarfinu orðnir of miklir?

Hangir stjórnin á bláþræði?

Spursmál | 19. september 2024

Forystufólk úr þremur flokkum sem sæti eiga á Alþingi mæta …
Forystufólk úr þremur flokkum sem sæti eiga á Alþingi mæta á vettvang Spursmála á morgun. Tvö úr stjórnarandstöðunni og einn úr meirihlutanum. Af nógu verður að taka.

Hótaði VG stjórnarslitum til að koma í veg fyrir brottflutning Yazans Tamimis úr landi? Munu stjórnarflokkarnir halda saman allt til enda kjörtímabils eða eru brestir í samstarfinu orðnir of miklir?

Hótaði VG stjórnarslitum til að koma í veg fyrir brottflutning Yazans Tamimis úr landi? Munu stjórnarflokkarnir halda saman allt til enda kjörtímabils eða eru brestir í samstarfinu orðnir of miklir?

Allt þetta verður uppi á borðum í Spursmálum á morgun.

Þá mæta þau Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og alþingismaður og Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra, til Stefáns Einars og ræða fréttir vikunnar.

Í síðari hluta þáttarins mætir svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og með því má segja að kosningabaráttan frá sjónarhorfni Spursmála sé hafin. Hvort sem 12 mánuðir lifi af kjörtímabilinu eða eitthvað styttra er ljóst að stjórnmálaforingjar landsins eru farnir að setja sig í stellingar fyrir komandi átök og öll skref og ákvarðanir verða að skoðast í ljósi þess að innan árs munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja nýja forystu yfir landið.

Fylgist með spennandi þætti á mbl.is á morgun kl. 14:00.

mbl.is