Samtökin Greenpeace segja að áform Noregs um að hefja námuvinnslu á djúpum hafsbotni á norðurslóðum muni valda óafturkræfum skaða á öllu vistkerfi sjávar.
Samtökin Greenpeace segja að áform Noregs um að hefja námuvinnslu á djúpum hafsbotni á norðurslóðum muni valda óafturkræfum skaða á öllu vistkerfi sjávar.
Samtökin Greenpeace segja að áform Noregs um að hefja námuvinnslu á djúpum hafsbotni á norðurslóðum muni valda óafturkræfum skaða á öllu vistkerfi sjávar.
Reiknað er með því að Norðmenn veiti fyrsta leyfi til slíkrar vinnslu á næsta ári. Þar með gæti þjóðin orðin ein sú fyrsta í heiminum til að stunda námuvinnslu á djúpum hafsbotni þrátt fyrir mikla gagnrýni vísindamanna, aðgerðasinna og annarra ríkja.
„Námuvinnsla Noregs á djúpum hafsbotni á norðurslóðum mun valda óafturkræfum skaða á líffræðilegri fjölbreytni,“ sagði í nýrri skýrslu Greenpeace um málið.
Fram kemur að námuvinnslan gæti valdið frekari skaða á lítt rannsökuðu vistkerfinu sem hlýnun jarðar ógnar nú þegar.