Mikill útflutningur frá Vestfjörðum

Fiskeldi | 20. september 2024

Mikill útflutningur frá Vestfjörðum

Geysileg afköst eru hjá laxavinnslunni og sláturhúsinu Drimlu í Bolungarvík. Rúmu ári eftir að vinnslan var tekin í gagnið eru þar iðulega unnin 100 tonn á átta tíma vinnudegi og rúmlega það. Nýlega var slegið met þegar 125 tonn af eldislaxi fóru í gegnum vinnsluna á einum degi og tók það níu tíma.

Mikill útflutningur frá Vestfjörðum

Fiskeldi | 20. september 2024

Drimla er hátæknivinnsla en uppsetningin og bygging hússins kostaði um …
Drimla er hátæknivinnsla en uppsetningin og bygging hússins kostaði um 4 milljarða. Ljósmynd/Arctic Fish

Geysileg afköst eru hjá laxavinnslunni og sláturhúsinu Drimlu í Bolungarvík. Rúmu ári eftir að vinnslan var tekin í gagnið eru þar iðulega unnin 100 tonn á átta tíma vinnudegi og rúmlega það. Nýlega var slegið met þegar 125 tonn af eldislaxi fóru í gegnum vinnsluna á einum degi og tók það níu tíma.

Geysileg afköst eru hjá laxavinnslunni og sláturhúsinu Drimlu í Bolungarvík. Rúmu ári eftir að vinnslan var tekin í gagnið eru þar iðulega unnin 100 tonn á átta tíma vinnudegi og rúmlega það. Nýlega var slegið met þegar 125 tonn af eldislaxi fóru í gegnum vinnsluna á einum degi og tók það níu tíma.

Á rúmu ári hafa 3 milljónir laxa farið í gegnum Drimlu en í samtali við Morgunblaðið segir framkvæmdastjórinn Kristján Rúnar Kristjánsson að auka mætti afköstin um liðlega 30% með fjárfestingu upp á 250 milljónir króna. Sé það til skoðunar hjá Arctic Fish eiganda Drimlu en bygging og uppsetning sláturhússins kostaði um 4 milljarða.

Að sögn Kristjáns er beðið eftir leyfi til að flytja laxinn frá Drimlu til Kína en laxinn fer á markað bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Holland og Bandaríkin eru að hans sögn stærstu markaðirnir. Siglt er með vöruna út frá Reykjavík og Þorlákshöfn en í um 5% tilfella er flogið með laxinn út.

Kristján telur það hjálpa eftirspurninni að mjög hátt hlutfall laxanna sem koma slægðir frá Drimlu sé sett í fyrsta flokk og gæðin séu því mikil.

„Eftir áföllin í eldinu í fyrra hefur eldið gengið mjög vel. Við erum með sérstaklega góðan fisk svo eftir er tekið. Mjög hátt hlutfall laxins fer í fyrsta flokk eða um 97% frá áramótum. Það er mjög hátt á heimsvísu og lax úr einstaka kvíum fer upp í 99% í fyrsta flokk,“ segir Kristján meðal annars en hann starfaði áður við laxavinnslu í Noregi og hjá Marel áður en hann tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá Drimlu í Bolungarvík. Þar vinna um 40 manns.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is