Forstöðumenn ríkisstofnana sem skili halla axli ábyrgð

Spursmál | 21. september 2024

Forstöðumenn sem skili halla axli ábyrgð

Taki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við lyklavöldunum að stjórnarráðinu að loknum kosningum verður hans fyrsta verk að stöðva hallarekstur ríkisins. Hann segir allan árangur byggja á þeirri forsendu. Þá verði forstöðumenn ríkisstofnana að axla sína ábyrgð.

Forstöðumenn sem skili halla axli ábyrgð

Spursmál | 21. september 2024

Taki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við lyklavöldunum að stjórnarráðinu að loknum kosningum verður hans fyrsta verk að stöðva hallarekstur ríkisins. Hann segir allan árangur byggja á þeirri forsendu. Þá verði forstöðumenn ríkisstofnana að axla sína ábyrgð.

Taki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við lyklavöldunum að stjórnarráðinu að loknum kosningum verður hans fyrsta verk að stöðva hallarekstur ríkisins. Hann segir allan árangur byggja á þeirri forsendu. Þá verði forstöðumenn ríkisstofnana að axla sína ábyrgð.

Sigmundur Davíð er gestur Spursmála að þessu sinni en með viðtalinu hleypa Spursmál af stokkunum umfjöllun sinni og yfirferð í aðdraganda þingkosninga sem fram munu fara í síðasta lagi að ári liðnu. Ekki er þó talið ólíklegt að Bjarni Benediktsson muni sæta færis og boða til kosninga í vor, haldi stjórnarsamstarfið fram á þann tíma.

Ljóst er að allir flokkarnir sem hyggjast bjóða fram til þings eru nú að koma sér í startholurnar vegna komandi kosninga. Þeir brestir sem komnir eru í stjórnarsamstarfið ýtir við þeim að búa sig undir kosningar sem boðað gæti verið til hvenær sem er.

Hefur áhrif á vaxtastig og allt annað

„Ný ríkisstjórn mun þurfa að ná tökum á ríkisfjármálunum því þau hafa áhrif á allt hitt. Þau hafa gríðarleg áhrif á verðbólguna eins og við höfum séð og þar af leiðandi vextina, á möguleika fólks til að eignast húsnæði. Þau hafa áhrif á allt í samfélaginu. Því á endanum þarf fólk að borga, almenningur, skattgreiðendur, ef ríkið er rekið með halla.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í nýjasta þætti Spursmála þegar hann er spurður út í hvert yrði hans helsta forgangsverkefni ef honum tækist að mynda meirihluta að loknum næstu þingkosningum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins fer mikinn í Spursmálum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins fer mikinn í Spursmálum. mbl.is/María Matthíasdóttir

Forstöðumenn axli ábyrgð

Spurður hvernig hann hyggist ná hallalausum fjárlögum segir hann að annars vegar þurfi að fara betur með þá fjármuni sem varið er í ríkisreksturinn og hins vegar þurfi einfaldlega að leggja af óþörf verkefni.

Hann segir mikilvægt að sýna aðhald og að ef forstöðumenn ríkisstofnana haldi sig ekki innan fjárheimilda verði það að hafa afleiðingar.

„Það teldist eðlilegt í almennum fyrirtækjarekstri að ef menn eyða alltaf meiri og meiri peningum og fá minna og minna fyrir þurfi þeir annaðhvort að taka sig á eða að fá aðra nýja. Auðvitað þekkjum við að það er orðið mjög erfitt að reka opinbera starfsmenn og það getur alveg þurft að fara í það að gefa þeim séns en ef þeir standa sig ekki að fara þá í þær breytingar sem þarf að fara í til þess að hægt sé að skipta,“ segir Sigmundur Davíð.

Spanderi ekki í nýjan óþarfa

En spurður út í verkefnin sem leggja þurfi af segir hann að ríkið þurfi fyrst og síðast að hætta að stofna til nýrra óþarfa útgjalda. Nefnir hann í því sambandi nýja Mannréttindastofnun sem komið var á laggirnar á vorþingi.

Þegar Sigmundur er spurður út í fullyrðingar þess efnis að stofnunin eigi raunar rætur að rekja til skuldbindinga sem ríkisstjórn hans, sem sat á árunum 2013-2016, hafi undirgengist segir hann það af og frá. „Það þurfti ekki að stofna enn aðra mannréttindastofnunina til að standa við einhverjar skuldbindingar og ég myndi mæla með því að menn gjaldi alltaf varhug við því að menn verði að gera eitthvað vegna alþjóðlegra skuldbindinga,“ ítrekar hann.

Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

mbl.is