Ítölsk grænmetissúpa úr leyndardómsfulla eldhúsinu

Uppskriftir | 21. september 2024

Ítölsk grænmetissúpa úr leyndardómsfulla eldhúsinu

Ein vinsælasta súpan í Hússtjórnarskólanum, alla jafna kallaður Húsó, er þessi dásamlega ítalska grænmetissúpa. Í eldhúsinu í Húsó er að finna svo margar girnilegar uppskriftir af góðum réttum sem einfalt er að gera eins og þessa súpu sem er bráðholl og bragðgóð.

Ítölsk grænmetissúpa úr leyndardómsfulla eldhúsinu

Uppskriftir | 21. september 2024

Girnileg grænmetissúpu úr leyndardómsfulla eldhúsinu í Húsó.
Girnileg grænmetissúpu úr leyndardómsfulla eldhúsinu í Húsó. mbl.is/Árni Sæberg

Ein vinsælasta súpan í Hússtjórnarskólanum, alla jafna kallaður Húsó, er þessi dásamlega ítalska grænmetissúpa. Í eldhúsinu í Húsó er að finna svo margar girnilegar uppskriftir af góðum réttum sem einfalt er að gera eins og þessa súpu sem er bráðholl og bragðgóð.

Ein vinsælasta súpan í Hússtjórnarskólanum, alla jafna kallaður Húsó, er þessi dásamlega ítalska grænmetissúpa. Í eldhúsinu í Húsó er að finna svo margar girnilegar uppskriftir af góðum réttum sem einfalt er að gera eins og þessa súpu sem er bráðholl og bragðgóð.

Marta María Arnarsdóttir skólameistarinn í Húsó er iðin að deila með lesendum Matarvefsins uppskriftum úr leyndardómsfulla eldhúsinu og mælir eindregið með að allir borði að minnsta kosti einn grænmetisrétt á viku.

„Það er upplagt að bera súpuna fram með nýbökuðu snittubrauði eða brauðbollum með smjöri,“ segir Marta María með bros á vör. Þá er upplagt að baka Húsó-smábrauðin eða Húsó-snittubrauðið og bjóða upp á með grænmetissúpunni.

Ítölsk grænmetissúpa

  • 1 laukur, saxaður
  • 2 gulrætur, sneiddar
  • 1 sellerístilkur, skorinn smátt
  • 2 kartöflur, flysjaðar og skornar í litla bita
  • ½ blómkálshöfuð, skorið í lítil búnt
  • 3 hvítlauksrif, söxuð
  • matarolía til steikingar
  • 1 ½ l vatn
  • 2-3 ts.k grænmetiskraftur
  • 400 g tómatar í dós
  • 3 ms.k tómatþykkni
  • 1 tsk. merian
  • 2 msk. fersk steinselja
  • Pipar eftir smekk
  • 1 dl pastafiðrildi, hægt að hafa 2-3 dl ef þið viljið hafa súpuna matarmeiri

Aðferð:

  1. Látið allt krauma í heitri olíunni í 2-3 mínútur.
  2. Bætið svo vatni, tómötum og kryddi út í og sjóðið áfram í um það bil 20 mínútur.
  3. Sjóðið pastafiðrildi með síðustu tíu mínúturnar.
  4. Berið rifinn parmesanost með súpunni og endilega nýbakað brauð eða brauðbollur með smjöri og osti.

 

mbl.is