Viðurkenna annmarka í gæslu öryggisþjónustunnar

Viðurkenna annmarka í gæslu öryggisþjónustunnar

Bandaríska öryggisþjónustan hefur greint frá fjölda mistaka stofnunarinnar þegar Donald Trump var sýnt banatilræði í júlí.

Viðurkenna annmarka í gæslu öryggisþjónustunnar

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 21. september 2024

Ronald Rowe á blaðamannafundi í gær í Washington-borg í Bandaríkjunum.
Ronald Rowe á blaðamannafundi í gær í Washington-borg í Bandaríkjunum. AFP/Ben Curtis

Bandaríska öryggisþjónustan hefur greint frá fjölda mistaka stofnunarinnar þegar Donald Trump var sýnt banatilræði í júlí.

Bandaríska öryggisþjónustan hefur greint frá fjölda mistaka stofnunarinnar þegar Donald Trump var sýnt banatilræði í júlí.

Byssumaðurinn Thomas Matthew Crooks tókst að skjóta af þaki nálægt framboðsfundi Trumps, en forsetaframbjóðandinn slapp naumlega með skrekkinn og hlaut sár á hægra eyra.

Í úttekt öryggisþjónustunnar voru „greindir annmarkar á skipulagi og framkvæmd,“ sagði Ronald Rowe yngri, starfandi framkvæmdastjóri öryggisþjónustunnar, í gær.

Donald Trump stuttu eftir að hann var skotinn í eyrað …
Donald Trump stuttu eftir að hann var skotinn í eyrað í júlí. AFP/Anna Moneymaker

Bættu ekki úr viðurkenndu vandamáli

Meðal þeirra mistaka sem Rowe greindi voru léleg samskipti við löggæsluna á staðnum, of mikið traust á talsstöðvarkerfi sem leiddi til þess að mikilvægar upplýsingar komust ekki til skila, og vandamál sem tengdust því hvaða staðir voru eða voru ekki í beinni sjónlínu frá öryggisgæslunni.

Það síðastnefnda hafi verið vandamál sem hafi verið „viðurkennt en ekki bætt úr á réttan hátt“ áður en skotárásin átti sér stað.

Kimberly Cheatle, þáverandi yfirmaður öryggisþjónustunnar, sagði af sér í kjölfar atviksins og nokkrir starfsmenn öryggisþjónustunnar hafa verið sendir í leyfi.

mbl.is