Sigmundur Davíð hefur lengi verið aðdáandi rugby-peysa. Það kom honum í bobba í Hamborg fyrir mörgum árum og oft síðan hefur hann þurft að verja áhuga sinn á þessum fornfræga og endingargóða fatnaði.
Sigmundur Davíð hefur lengi verið aðdáandi rugby-peysa. Það kom honum í bobba í Hamborg fyrir mörgum árum og oft síðan hefur hann þurft að verja áhuga sinn á þessum fornfræga og endingargóða fatnaði.
Sigmundur Davíð hefur lengi verið aðdáandi rugby-peysa. Það kom honum í bobba í Hamborg fyrir mörgum árum og oft síðan hefur hann þurft að verja áhuga sinn á þessum fornfræga og endingargóða fatnaði.
Hin örlagaríka peysa endaði svo daga sína nokkrum dögum síðar í remúlaði-slysi í Kaupmannahöfn.
Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð í Spursmálum þar sem farið var um víðan völl eins og nærri má geta.
Samtalið um rugby-peysurnar fór um víðan völl og má hlusta á það í spilaranum hér að ofan. Þá er það einnig rakið í textanum hér fyrir neðan, lið fyrir lið.
Við getum eiginlega ekki klárað þetta samtal hér öðruvísi en að fara ofan í rugby-peysur sem við klæðumst hér báðir og eflaust einhverjir sem velti fyrir sér hvernig standi á þeim ósköpum. Þú sást aumur á mér, af því að ég hef orðið fyrir árásum vegna þessa.
„Já ég hef mikla samúð með þér því ég þekki þessar tilfinningar sem bærast í þér núna eftir þessar árásir sem þú hefur orðið fyrir vegna klæðaburðar.“
Ómaklegar.
„Mjög ómaklegar. Og ég hef gengið í gegnum svipað áður. Ég kynntist rugby-peysum þegar ég var svona 16-17 ára og áttaði mig á því að þetta er hinn fullkomni klæðnaður fyrir karlmenn. Þetta er í senn flott og praktíst. Þetta er í senn fínt og hversdagslegt. Á við við mörg tækifæri. Áður hafði ég yfirleitt bara gengið í skyrtu og straujuðum buxum eða jogging-fötum. Það var bara þetta tvennt. Þarna kom hinn fullkomni milliklæðnaður.“
Meðalvegurinn góði.
„Meðalvegurinn. Já. Og ég taldi mig vera ða spila gott mót strax frá upphafi og til dæmis fór að nota saman rugby-peysur og tweed-jakka. Sem mér fannst mjög flott. Ég átti eina peysu sem var uppáhalds frá upphafi, hún var með svona langröndum, dökkrauðum og dökkgrænum og svona aðeins á milli. Og þetta fór alveg rosalega vel með tweed-jakka. einu sinni var ég í þessu í Hamborg með foreldrum mínum, 16 ára sennilega. Og eftir matinn göngum við um hverfi sem ég kannast nú ekki við. Og þá kallar á mig kona, mjög svona vinsamleg en fáklædd kona og vildi ræða við mig hvað ég væri flottur. Og útskýrði það að hún hefði aldrei séð annað eins. Og bauð svo til að gera hvað sem er fyrir 50 mörk. Á meðan stóðu foreldrar mínir á næsta horni og hlógu að mér. En þessi góða rugby-peysa fórst eða skemmdist í remúlaðislysi í Kaupmannahöfn skömmu síðar. En ég á þær margar.“
Meðal annars þessa hér. Þetta er Oxford-háskóli.
„Þetta er rugby-lið Oxford, 2002-2003 tímabilið og kannski einhver ár þarna í kring. Af því að þegar ég fór þarna út og hóf nám þá ákvað ég að ganga til liðs við rugby-liðið. Á þeim tíma var ég grennri en ég er núna en samt smá svona vöðva og hávaxinn og var talinn henta vel í þetta. Þessa íþróttagrein og var með miklar væntingar. En svo áttaði ég mig á því að maður þurfti yfirleitt að vakna klukkan 5 á morgnana til að vakna á æfingu klukkan 6 fyrir skólann. Þá sagði ég, þetta er ekki fyrir mig ...“
Þú hefðir ekki náð neinum svefni.
„Nei, nei. Þetta er sá tími sem ég fer stundum í háttinn. Þannig að ég hugsaði í staðinn verð ég tryggur stuðningsmaður ykkar og hef verið það síðan.“
Og átt frá þeim þessa fínu treyju.
„Já, þessa og fleiri. Og hún hefur nýst ágætlega. En, nú verð ég að segja þér eitt því ég tel að ég sé aðeins eldri en þú.“
Það munar talsverðu.
„Þú verður að gera þér grein fyrir því að konur sjá ekki hlutina alltaf í sama ljósi og við. Þetta er svolítið skrítið. En þegar ég var að eltast við konuna mína, sem síðar varð þá fann ég allar bestu rugby-peysurnar mínar og mætti á hvert deitið af öðru í rugby-peysum. Komst að því síðar að henni fannst þetta alls ekki eins flott. Henni fannst þetta eins og stelpunum sem réðust á þig bara hallærislegt. Og ef ekki hefði verið fyrir farsíma sem þá voru komnir til sögunnar og sms og möguleikinn að hafa samskipti án þess að hittast og sjást þá er ég ekki viss um að þetta hefði gengið. En ég er samt sammála þér, ég hverf ekkert frá stuðningi mínum við rugby-peysurnar því við verðum að trúa því sem er rétt. Þú ert glæsilegur í þinni þverröndóttur. Ég kæmist reyndar ekki upp með þverröndótt.“
Er það ekki.
„Nei, ekki núna.“
Er betra að vera í langsum.
„Já, það er nú yfirleitt betra eða einlitu.“
Þú ert nú ekki sem verstur sjálfur.
„Ja, þakka þér fyrir.“
Og þetta eru bara skilaboð út í samfélagið. Þetta eru treyjur sem karlmenn eiga að klæðast og gera það af reisn.
„Og sýna smá samstöðu. Með þér og mér. Og öðrum sem hafa mætt fordómum vegna klæðaburðar, fyrir það að hafa klætt sig í þessa flottu og praktísku flík. En sko, þrátt fyrir að þú hafir verið með almenn leiðindi við mig hérna eins og þinn er háttur í þessum þáttum ...“
Alls ekki nóg.
„Þá ætla ég að færa þér gjöf. Ég er nú safnari. Eins og safnarar þá gef ég almennt ekki mín dýrustu djásn en vegna þess að ég finn svo til með þér þá ætla ég að gera undantekningu þar á og kveðja hér mikinn kostagrip, sem er landsliðstreyja Englands frá því þegar þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta skipti árið 2003. Ég ætla að afhenda þér þetta til að sýna þér stuðning.“
Þetta er svakaleg treyja.
„Þú getur auglýst súrefni í leiðinni eða sett C og þá er það koltvísýringur. Gjörðu svo vel, ég kveð þig nú.“
Þakka þér fyrir.
„En hún fer á gott heimili.“
Þessi verður borin með mikilli reisn í Garðabænum. Þakka þér fyrir komuna.
„Takk fyrir mig.“
Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.