Abba-stjarna í hnapphelduna í þriðja sinn

Ást í Hollywood | 23. september 2024

Abba-stjarna í hnapphelduna í þriðja sinn

Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus gekk í hnapphelduna í þriðja sinn um helgina. Ulvaeus, best þekktur fyrir að vera einn af liðsmönnum ABBA, giftist Christinu Sas í fallegri athöfn í Kaupmannahöfn á laugardag. Sænsk-breska sjónvarpsstjarnan Sandi Toksvig gaf hjónin saman.

Abba-stjarna í hnapphelduna í þriðja sinn

Ást í Hollywood | 23. september 2024

Björn Ulvaeus er tvískilinn.
Björn Ulvaeus er tvískilinn. Skjáskot/Pinterest

Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus gekk í hnapphelduna í þriðja sinn um helgina. Ulvaeus, best þekktur fyrir að vera einn af liðsmönnum ABBA, giftist Christinu Sas í fallegri athöfn í Kaupmannahöfn á laugardag. Sænsk-breska sjónvarpsstjarnan Sandi Toksvig gaf hjónin saman.

Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus gekk í hnapphelduna í þriðja sinn um helgina. Ulvaeus, best þekktur fyrir að vera einn af liðsmönnum ABBA, giftist Christinu Sas í fallegri athöfn í Kaupmannahöfn á laugardag. Sænsk-breska sjónvarpsstjarnan Sandi Toksvig gaf hjónin saman.

Ulvaeus greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni samdægurs. 

„Í dag, þann 21. september 2024, giftist Björn Ulvaeus Christina Sas frá Herning í Danmörku. Þau kynntust í Nürnberg árið 2021 í tengslum við útgáfu síðustu plötu ABBA, Voyage, og hófu sambúð vorið 2022. Brúðkaupið fór fram í Kaupmannahöfn í viðurvist náinna vina og fjölskyldu,“ skrifaði Ulvaeus við fallega myndaseríu af hjónunum á brúðkaupsdaginn.

Ekki er vitað hvort liðsmenn ABBA hafi verið meðal brúðkaupsgesta en Ulvaeus var kvæntur söngkonunni Agnethu Fältskog á hápunkti frægðar sveitarinnar. 

mbl.is