Innkalla appelsínusafa

Innkallanir | 23. september 2024

Innkalla appelsínusafa

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Rema Distribution Danmark A/S og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Rema 1000 Appelsínusafa í 1,5 lítra fernum.

Innkalla appelsínusafa

Innkallanir | 23. september 2024

Appelsínusafinn sem um ræðir.
Appelsínusafinn sem um ræðir. Samsett mynd/Aðsend

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Rema Distribution Danmark A/S og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Rema 1000 Appelsínusafa í 1,5 lítra fernum.

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Rema Distribution Danmark A/S og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Rema 1000 Appelsínusafa í 1,5 lítra fernum.

Ástæða innköllunarinnar er galli í umbúðum.

Innköllunin varðar þær sölueiningar sem hafa best fyrir dagsetningu 19.05.2025 og lotunúmer V3444. 

Full endurgreiðsla

Viðskiptavinum Bónus sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Fyrir hönd framleiðanda vörunnar biður Aðföng viðskiptavini Bónus sem kunna að hafa orðið fyrir  óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gm[at]adfong.is

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Rema 1000 Appelsin Juice fra koncentrat
Nettómagn: 1,5 lítrar
Umbúð: Ferna
Strikamerki: 5705830017420
Best fyrir dagsetning: 19.05-2025
Lotnúmer: V3444 00:00 (síðustu fjórir tölustafirnir er klukka sem er breytileg milli ferna)
Geymsluskilyrði: Þurrvara, stofuhiti (m.v. óopnaðar umbúðir)
Dreifing: Verslanir Bónus

Ástæða innköllunarinnar er galli í umbúðum.
Ástæða innköllunarinnar er galli í umbúðum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is