Kvaddi sumarið með eldheitri nektarmynd

Instagram | 23. september 2024

Kvaddi sumarið með eldheitri nektarmynd

Bandaríska leikkonan Gabrielle Union átti heldur betur gott sumar og kaus að rifja upp skemmtilegustu sumarminningarnar á Instagram-síðu sinni á sunnudag. 

Kvaddi sumarið með eldheitri nektarmynd

Instagram | 23. september 2024

Gabrielle Union er ófeimin við að bera allt.
Gabrielle Union er ófeimin við að bera allt. Skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Gabrielle Union átti heldur betur gott sumar og kaus að rifja upp skemmtilegustu sumarminningarnar á Instagram-síðu sinni á sunnudag. 

Bandaríska leikkonan Gabrielle Union átti heldur betur gott sumar og kaus að rifja upp skemmtilegustu sumarminningarnar á Instagram-síðu sinni á sunnudag. 

Union, best þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Bring It On, birti meðal annars eldheita nektarmynd af sér og var sú að sjálfsögðu fremst í myndaröðinni.

Leikkonan, sem fagnar 52 ára afmæli sínu á komandi vikum, virðist yngjast með hverju árinu sem líður og lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en þegar hún fór með hlutverk klappstýrunnar Isis í hinni sívinsælu unglingamynd frá árinu 2000. 

„Ég kaus að vera ber,“ skrifaði Union við færsluna sem ríflega 350.000 manns hafa líkað við. 

mbl.is