Hefð er fyrir því að súpur njóti vinsælda meðal landsmanna á haustin, sérstaklega þegar ferskt íslenskt grænmeti flæðir í verslanir.
Hefð er fyrir því að súpur njóti vinsælda meðal landsmanna á haustin, sérstaklega þegar ferskt íslenskt grænmeti flæðir í verslanir.
Helga Magga heilsmarkþjálfi og matarbloggari er ein þeirra sem elskar súpur á haustin.
„Það sem ég elska við súpur er hvað það er einfalt að búa þær til, grænmetið þarf bara að skera gróflega niður en svo finnst mér alltaf best að mauka súpur með töfrasprota í lokin svo þær verði silkimjúkar. Þannig er líka best að gefa börnum súpu,“ segir Helga Magga.
Þessi uppskrift af blómkálssúpu kemur úr smiðju Helgu Möggu, en súpan er með ristuðum kjúklingabaunum sem gott er að setja ofan á hvern disk þegar súpan er borin fram.
Sjáið Helgu Möggu útbúa blómkálssúpuna sína hér fyrir neðan:
Öðruvísi blómkálssúpa
- 700 g blómkálshaus
- 1 dós kjúklingabaunir
- 2 - 3 gulrætur
- 1 laukur
- 3 hvítlauksrif
- olía
- 2 tsk. better than bouillon kjúklingakraftur
- 1 l vatn
- 500 ml matreiðslurjómi
- 1 tsk. túrmerik krydd frá Kryddhúsinu
- salt og pipar eftir smekk
- chili krydd, sítrónupipar og hvítlaukskrydd eftir smekk
Skraut ofan á í lokin
- Ferskt dill og sprettur frá Vaxa
Aðferð:
- Hellið vatninu af kjúklingabaununum og skolið, gott að taka hýðið af þeim en það er smekksatriði.
- Setjið baunirnar í skál og þerrið þær örlítið með pappír.
- Hellið olíu á baunirnar og kryddið þær með hvítlaukskryddi, chili og sítrónupipar.
- Setjið kjúklingabaunirnar á bökunarpappír og bakið við 180°C hita í 35 mínútur.
- Skerið blómkálið í bita og setjið á bökunarplötu, hellið olíu yfir og kryddið með salti, pipar og hvítlauk.
- Setjið blómkálið inn í ofninn með kjúklingabaununum og bakið í um það bil 30 mínútur.
- Skerið laukinn, gulræturnar og hvítlaukinn í bita og steikið upp úr olíu í potti í nokkrar mínútur.
- Kryddið til með salti og pipar eftir smekk. Setjið túrmerik út í pottinn ásamt vatninu og kjúklingakraftinum.
- Það má einnig nota grænmetiskraft í stað kjúklingakrafts.
- Setjið blómkálið út í pottinn þegar það er tilbúið úr ofninum.
- Maukið súpuna með töfrasprota í lokin og blandið matreiðslurjómanum saman við maukuðu súpuna.
- Berið súpuna borin fram með ristuðu kjúklingabaununum og súrdeigsbrauði.
- Svo er afar fallegt að setja smá grænt ofan á hvern disk, Helga Magga var með ferskt dill og sprettur frá Vaxa.