„Við finnum að það hefur orðið afturför“

Ofbeldishegðun ungmenna | 23. september 2024

„Við finnum að það hefur orðið afturför“

„Við finnum að það hefur orðið afturför. Við finnum að ungmennunum okkar líður ekki nógu vel og við höfum bara séð það í fjölmiðlum undanfarið að það er hvert áfallið á fætur öðru að koma upp á yfirborðið.“

„Við finnum að það hefur orðið afturför“

Ofbeldishegðun ungmenna | 23. september 2024

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir vonast eftir sterkri samstöðu foreldra og forráðamanna.
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir vonast eftir sterkri samstöðu foreldra og forráðamanna. Samsett mynd/Hari/Aðsend

„Við finnum að það hefur orðið afturför. Við finnum að ungmennunum okkar líður ekki nógu vel og við höfum bara séð það í fjölmiðlum undanfarið að það er hvert áfallið á fætur öðru að koma upp á yfirborðið.“

„Við finnum að það hefur orðið afturför. Við finnum að ungmennunum okkar líður ekki nógu vel og við höfum bara séð það í fjölmiðlum undanfarið að það er hvert áfallið á fætur öðru að koma upp á yfirborðið.“

Þetta segir Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðagerðisskóla, en hún er einn skipuleggjanda foreldrafundarins Hvernig styðjum við velferð og öryggi ungmenna í borginni? sem fram fer annað kvöld.

Fundurinn er á vegum Foreldraþorpsins, en það er samráðsvettvangur stjórna foreldrafélaga níu grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.

Þurfa að sinna uppeldinu af mikilli ábyrgð

Spurð af hverju foreldrafélögin hafi ákveðið að standa fyrir fundinum segir Guðrún að þörf sé á að bæði foreldrar og stjórnvöld beiti sér fyrir því að bæta stöðuna þegar kemur að líðan og öryggi ungmenna.

„Við erum í rauninni að vonast til að sjá sterka samstöðu foreldra og forráðamanna og að við áttum okkur á alvarleika málsins,“ segir Guðrún og bætir við: „Það er margt sem við öll getum gert betur og við þurfum dálítið að standa styrkum fótum.“

„Við þurfum bara að taka samtalið, vera á varðbergi og sinna þessum uppeldisskyldum okkar af mjög mikilli ábyrgð,“ segir Guðrún.

Þá tekur hún fram að aðstandendum fundarins finnist mikilvægt að foreldrar hittist og að ekki sé eingöngu fjallað um málið í netheimum.

Ungmenni tjá sig sjálf um stöðuna

Mikils áhuga virðist gæta á fundinum meðal foreldra, en skipuleggjendur búast við góðri mætingu.

Boðið verður upp á fjögur erindi frá fólki sem allt þekkir vel til málaflokksins, en fyrirlesarar eru Kári Sigurðsson, verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá lögreglunni og samfélagsmiðlalögga, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Planet Youth.

Þá munu nokkrir unglingar úr ungmennaráði Kringlumýrar fjalla um málið út frá því hvernig það blasir við sér.

Þarf að ræða hlutina

Spurð hvort hún upplifi að foreldrum finnist að þá skorti verkfæri til að takast á við stöðuna segir Guðrún svo klárlega vera.

„Margir vita til hvaða ráða er gott að grípa í ákveðnum aðstæðum en aðrir eru þreifandi og þurfa einhver tól, eru kannski að leita eftir einhverjum svörum frá sérfræðingum.

En síðan er líka mín persónulega tilfinning sú að oft erum við einfaldlega ekki nógu hugrökk við að setja bæði okkur og börnunum okkar mörk,“ segir Guðrún og bætir við:

„Við heyrum ungmennin okkar oft tala um að „allir“ megi eitthvað og þau séu þau einu sem standi frammi fyrir því að mega það ekki. Við finnum það oft innra með okkur að þetta er ekki rétt en við höfum tilhneigingu til að gefa undir og þóknast börnunum okkar.“

Að lokum segist Guðrún viss um að um leið og samfélagið taki saman höndum og taki á þessum áskorunum verði ávinningurinn af því mikill.

„En það þarf að ræða hlutina og halda því á lofti að það er ýmislegt sem má gera betur.“

mbl.is