Öryggisfyrirtækið Öryggismiðstöðin var með haustfagnað í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Fyrirtækið tók Borgarleikhúsið á leigu fyrir viðburðinn og mættu um 600 manns í fjörið.
Öryggisfyrirtækið Öryggismiðstöðin var með haustfagnað í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Fyrirtækið tók Borgarleikhúsið á leigu fyrir viðburðinn og mættu um 600 manns í fjörið.
Öryggisfyrirtækið Öryggismiðstöðin var með haustfagnað í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Fyrirtækið tók Borgarleikhúsið á leigu fyrir viðburðinn og mættu um 600 manns í fjörið.
Halldór Gunnar Pálsson var tónlistarstjóri kvöldsins og skemmti hann gestum ásamt hljómsveit sinni Albatross. Sverrir Bergmann, Emmsjé Gauti, Ragnhildur Gísladóttir, Friðrik Dór og Stefán Hilmarsson tóku lagið með hljómsveitinni. Sérstakir gestir kvöldsins voru Fjallabræður sem skemmtu gestum ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar. E
„Við erum afar þakklát fyrir frábæra mætingu og þátttöku bæði innlendra og erlendra samstarfsaðila og viðskiptavina. Tónlistarveislan var einstök og gerði kvöldið ógleymanlegt. Einnig vil ég sérstaklega þakka starfsfólki Borgarleikhússins fyrir þeirra framúrskarandi þjónustu og fagmennsku sem tryggði að allt gekk eins og best var á kosið,“ sagði Auður Lilja Davíðsdóttir framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar.